fimmtudagur, maí 29, 2003
Allt er þetta í áttina núna. Lúkkið orðið gott og nú geri ég ekki meira. Fór í dag og söng með Léttsveitinni við örmessu í Sóltúni. Ég vona að Den lysegrönne hafi glatt minn gamla dönskukennara úr Kvennó sem er íbúi í Sóltúni. Er alveg að verða búin með - allavega í bili - vefinn fyrir Festival of Friends. Hefur gengið ótrúlega vel enda geri ég ekki neitt annað. Verð nú að druslast til að pakka, förum til Danmerkur á laugardaginn svo það er bara kvöldið og dagurinn á morgun eftir í allt sem gera þarf fyrir ferðina. Veðrið í dag yndirlegt og synd og skömm að hanga yfir tölfunni í þessu fína veðri. Fer þó öðru hvoru út og viðra mig hér á pallinum. Og nú á að grilla dönsk svínarif svona til að hita upp fyrir Danmörku. Kannski skrifa ég eitthvað hér þegar þangað er komið. Annars allt í góðu....
Comments:
Skrifa ummæli