<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 29, 2003

Ég er ekki alveg að meika sjálfa mig svona seinni partinn í dag. Er hálfpirruð og verð enn pirraðri þegar ég finn hvað þarf lítið til að pirra mig. Kem engu í verk sem ég ætla og þarf að gera en stundum er leyfilegt að fresta því til morguns sem hægt er að gera þá. Nú ætti ég að koma mér í svefn og vakna úthvíld í fyrramálið í stað þess að hanga hér og fresta því að fara að sofa. Ég er svoldið gjörn á það að fresta svefni og get alveg eytt mörgum klukkutímum í einmitt það að fara ekki að sofa. Hlakka til að fara í frí og reyna að slappa af og koma mér hjá því að hanga yfir tölvuskjánum og eyðileggja í mér augun. Fæ bílinn minn í fyrramálið vonandi og fer með hann beint í djúphreinsun og reyndar allsherjarhreinsun. Ekki veitir af. John búin að vera að flytja timbur í kínamúrinn sinn og allt út í sagi og timburflísum. Ekki það að ég sé með þrifnaðaræði þegar að bílnum kemur. Er voðalega löt við það eins og þrifnað yfirleitt. Það einhvern veginn tekur því ekki að vera að þrífa það verður hvort sem er allt skítugt aftur og þetta algjör vítahringur sem maður kemur sér í þegar þrif eru annars vegar. Samt líður mér alltaf voðalega vel þegar allt er ekki í drasli, en það er bara svo sárasjaldan á mínu heimili. Börnin mín ganga um eins og þau haldi að hér gangi um vélmenni sem hengir upp úlpur, raðar skóm og þvíumlíkt því alltaf þegar þau koma heim úr skólanum dettur allt af þeim á gólfið í ganginum og þar liggja alltaf skólatöskur og úlpur sem enn eru í skólatöskunni og skór á víð og dreif. Engar hótanir duga til að fá þau til að ganga betur um og ég geri sjálfri mér ekkert gott með því að vera sífellt að tuða um þetta drasl allt saman. Kannski skána þau með aldrinum þó ég hafi enga trú á því í augnablikinu. Nú eru þau í fastasvefni, síðasti skóladagur á morgun og svo Danmörk hinn. Þau eru orðin svoldið spennt og ég reyndar líka. Ég vona bara að ég geti haldið utan um þennan hóp minn og tíni þeim ekki í Tivolí eða einhverju mollinu. Mig dreymir reyndar um algjöra afslöppun en það er engan veginn raunhæfur draumur þegar þrjú börn eru annars vegar. Held svo í þá von að Hrund mín rústi ekki húsinu á meðan við erum í burtu og að kötturinn dafni vel í óléttunni sinni. Fjölgunar von í lok júní. Well ó well. Best hætta þessu pikki og drífa sig í draumalandið...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter