<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 28, 2003

Jæja fröken Sigurlaug. Ef þú ert ekki tölvuóð þá er það enginn. Nenni ekki að taka til í kringum mig og þá er alltaf gott að eiga góða tölvu að. Þetta er í hundraðasta skipti í dag sem ég sest hér niður og tjái mig. Hef ekki tjáð mig svona síðan árin sem ég hélt dagbók. Hætti því snarlega þegar ég stóð þáverandi sambýlismann að því að lesa mín dýpstu leyndarmál. Losaði mig bæði við dagbókina og hann í einum grænum. Og nú er maður bara komin á netið með öll sín leyndarmál og undarlegar hugsanir. Ég segi nú bara eins og Tom Waits í laginu "...I´ll tell you all my secrets but I´ll lie about the past..."Þar sem ég vakti eins og asni til sex í morgun væri kannski ráð fyrir mig að koma mér snemma í rúmið og vakna svo endurnærð á morgun og gera allt sem ég hef ætlað að gera þessa vikuna. Allir í fríi á morgun og meira að segja þarf ég ekki að vakna til að bera út. Nenni nú eiginlega ekki að bera út þetta blessaða blað en ég hef svo ótrúlega gott af því að trítla þetta hús úr húsi. Annars svæfi ég bara til hádegis og ekkert yrði úr deginum. Þarf að muna eftir því á morgun að hringja í Sigrúnu frænku og segja henni að taka með sér rúmföt til Danmerkur. Hún er nefnilega líka að fara í ferminguna hjá Heimi og svo mun hún Jóhanna okkar Léttsveitarkona mæta í fermingarmessuna með barnakórinn sinn og syngja. Svo verður Hanna í Köben um þarnæstu helgi og María er þar núna. Þetta er orðinn einn allsherjar Léttsveitarstefnumótastaður Danmörkin. Höfum líka þangað sterkar taugar eftir að við slógum í gegn í Tivoli - meira en Stuðmenn áorkuðu. Er nú orðin hálf tóm í hausnum og ég held að ég skelli mér upp í rúmið mitt góða, kveiki á imbanum og sofni út frá honum. Katrín mín í gistingu hjá Sunnu vinkonu sinni, Tristan búin að vera sofandi síðan um sex og Petra orðin þreytt og pirruð aðallega þó af sjálfri sér. Bíllinn á að vera tilbúinn á morgun. Þarf svo að versla eitthvað matarkyns í kotið og drífa mig í að gera allskonar hluti fyrir Danmerkurferðina og reyna að muna eftir öllu. Hætt þangað til á morgun...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter