föstudagur, maí 30, 2003
Mikið getur lífið verið skemmtilegt stundum. Bílinn minn er ekki tilbúinn ENNÞÁ en ég fæ hann vonandi seinna í dag. Þar af leiðandi verður ekkert úr því að hann verði hreinn og fínn á morgun þar sem greyið komst ekki í allsherjarhreinsunina í morgun. En að utan verður hann vonandi fínni en nokkru sinni fyrr. Undarlegt hvað ég pæli mikið í bílnum mínum þessa dagana, en þetta er bara svo óttalega góður bíll þó engum virðist finnast það nema mér. Og eftir að ég lét loksins verða af því að láta laga á honum bremsurnar sem allar voru orðnar úr sér gengnar og titrandi er þetta bara allt annað farartæki. Ekki lengur stórhættulegur í umferðinni. Þarf að minna John á að tala við kerlinguna hjá sýslumanninum út af ökuskírteininu. Henni var sko alveg sama þó að skírteinið væri ekki tilbúið þó hún vissi vel að það væri henni að kenna. Já, já þú færð þetta bara í næstu viku. Ekki alveg nógu gott þar sem við verðum ekki á landinu þá og sótt var um skírteinið til að nota í Danmörku. Svo það verður víst að tyggja það ofan í hana svoldið of að senda það til Birnu systur svo við getum tekið þennan blessaða bílaleigubíl og ég keyri ekki, það er nokkuð víst. Ég er áttavilltasta manneskja í heiminum, get ekki lesið af korti þó að ég kunni utanbókar af hverju kortið er. Sný því við hverja beygju svo hægt sé að keyra eins og landið liggur. Þetta er náttúrlega ákveðin fötlun en ég er aftur á móti kýrskýr á mörgum öðrum sviðum. Það er ekki hægt að ætlast til að maður geti allt.
Það er loksins að komast eitthvað lag á pökkunina, búin að fara allavega í gegnum garmana af börnunum og setja góða hrúgu af mínum á gólfið. Meira á eftir að bætast við en þetta er allt í áttina. Ætla alls ekki að stressa mig á því að þrífa hér áður en ég fer. Ég held að Hrund mín sé ekki of góð til að gera það hér ein í kotinu, því ef ég þekki hana rétt mun hún reka hótel hér á meðan ég er í burtu. Ég vona svo sannarlega að hún klári sig á því að bera út blaðið á morgnana og standi sig í stykkinu en geri ekki eins og Melany forðum að troða blaðapökkunum óopnuðum undir rúm og halda svo bara áfram að sofa. Er ekki alveg búin að átta mig á því hvað var að gera í kollinum á henni Melany. Trúlegast ekki neitt.
Það er gaman að fylgjast með öðrum hér á blogginu. Jóhanna segir voða skemmtilega frá og hvað hún er ótrúlega dugleg að ganga um fjöll og firnindi. En það má nú segja það að veðrið er gott til gangs þessa daga. Ég finn það á morgnana á blaðarúntinum hvað þetta er hollt og hressandi fyrir sál og líkama. Ég er nú að vísu alltaf að bíða eftir því að appelsínuhúiðin á lærunum fari að minnka á allri þessari göngu en...það virðist einhver bið á því. Skrokkurinn - enda kominn til ára sinna - lítur enn út eins og kerti sem er að leka niður eða kannski eins og ís sem er að bráðna. Æ, æ...mörg er mannsins mæða.
Þarf að taka síðustu flíkurnar úr þvottavélinni og svo þvæ ég ekki meira af fötum í bráð ekki á þessu landi allavega.
Og þessi fíni vefur fyrir Eyþór formann Fóstbræðra - Festival of Friends er nánast tilbúinn og allir voðalega ánægðir. Þetta comment fékk ég frá svia nokkrum sem einnig stendur að baki Festival of Friends "You have done an outrageously fine and nice job these last days! I think it is one of the very best homepages I've ever seen!". Alltaf gott að fá hrós.
Ég ætti nú eiginlega að fara aðeins á pallinn og sóla mig pínulítið - Veðrið er príma. Ekki hægt að hafa það betra.
Já, út á pall.....núna...
Það er loksins að komast eitthvað lag á pökkunina, búin að fara allavega í gegnum garmana af börnunum og setja góða hrúgu af mínum á gólfið. Meira á eftir að bætast við en þetta er allt í áttina. Ætla alls ekki að stressa mig á því að þrífa hér áður en ég fer. Ég held að Hrund mín sé ekki of góð til að gera það hér ein í kotinu, því ef ég þekki hana rétt mun hún reka hótel hér á meðan ég er í burtu. Ég vona svo sannarlega að hún klári sig á því að bera út blaðið á morgnana og standi sig í stykkinu en geri ekki eins og Melany forðum að troða blaðapökkunum óopnuðum undir rúm og halda svo bara áfram að sofa. Er ekki alveg búin að átta mig á því hvað var að gera í kollinum á henni Melany. Trúlegast ekki neitt.
Það er gaman að fylgjast með öðrum hér á blogginu. Jóhanna segir voða skemmtilega frá og hvað hún er ótrúlega dugleg að ganga um fjöll og firnindi. En það má nú segja það að veðrið er gott til gangs þessa daga. Ég finn það á morgnana á blaðarúntinum hvað þetta er hollt og hressandi fyrir sál og líkama. Ég er nú að vísu alltaf að bíða eftir því að appelsínuhúiðin á lærunum fari að minnka á allri þessari göngu en...það virðist einhver bið á því. Skrokkurinn - enda kominn til ára sinna - lítur enn út eins og kerti sem er að leka niður eða kannski eins og ís sem er að bráðna. Æ, æ...mörg er mannsins mæða.
Þarf að taka síðustu flíkurnar úr þvottavélinni og svo þvæ ég ekki meira af fötum í bráð ekki á þessu landi allavega.
Og þessi fíni vefur fyrir Eyþór formann Fóstbræðra - Festival of Friends er nánast tilbúinn og allir voðalega ánægðir. Þetta comment fékk ég frá svia nokkrum sem einnig stendur að baki Festival of Friends "You have done an outrageously fine and nice job these last days! I think it is one of the very best homepages I've ever seen!". Alltaf gott að fá hrós.
Ég ætti nú eiginlega að fara aðeins á pallinn og sóla mig pínulítið - Veðrið er príma. Ekki hægt að hafa það betra.
Já, út á pall.....núna...
Comments:
Skrifa ummæli