<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 28, 2003

Nú er ég ánægð með mig. Búin að breyta litum og dúlleríi á þessum vef og bæta við linkum og alles. Var vakandi til sex í morgun og bar út blaðið áður en ég fór að sofa. Átti svo tíma í klippingu kl. 10 og ef John hefði ekki hringt í mig hefði ég sofið á mitt græna eyra fram eftir degi. Jóa klippti mig geðveikt smart eftir nýjustu tísku frá Danmark en þangað er ég líka að fara á laugardaginn þ.e. ef ég gleymi því ekki. Bíllinn minn er enn í sprautun en ég fæ hann á morgun vonandi. Ómögulegt að vera bara á einum bíl. Og úr því ég er búin að koma þessari síðu í sæmilegt horf svona aðeins í stíl við heimasíðuna mín er kannski kominn tími á að ég sinni einhverju öðru, klári að þvo þvott og reyna að laga aðeins til hér þar sem allt er í drasli. Það flýtur allt í dóti frá krökkunum þegar ég hef ekki sinnt þeim í tvo daga. Þarf að fara að druslast til að pakka fyrir Danmerkurreisuna allavega föt krakkanna. Nóg í bili og bæ þar til næst.....
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter