<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 28, 2003

Svei mér ef þetta gekk ekki. Setti þetta meira að segja inn á heimasíðuna mína og nú þarf ég að bæta þar við link svo fólk geti skoðað þessa vitleysu í friði og ró. Ég ætti að vera löngu sofnuð. Það verður allavega erfitt að vakna í fyrramálið og bera út en einhvern veginn druslast ég alltaf á fætur. Ég hef allavega skelfing gott af því að rölta svona á morgnana. Fór í kvöld í skósölu formannsins, þ.e. Margrétar og keypti mér þar mína fyrstu Blue Suite shoes eins og Elvis söng um forðum með undanlegum hæl og svo fantafínar göngutuðrur bláar líka. Ég er svoldið blá yfirleitt. Úpps, nú man ég allt í einu eftir því að ég er að fara í klippingu í fyrramálið kl. 10. Eins gott að muna eftir því þó AA hrelli mig sífellt meir og meir. Ætlaði í Léttsveitargöngu eftir skókaupin en Stína þurfti endilega að gera mig forvitna yfir einhverju sem hún var að gera og því bauð mér í kaffi þar sem ég get ekki beðið eftir að fá að heyra eitthvað leyndó. Hún var þá búin að kaupa sér þessa brjálæðislega fínu macintosh tölvu - svona geðveika hönnun og nú verður það næst á mínum óskalista. Og þar sem bíllinn minn er í sprautun kom Heiða formaður Gospelsystra og sótti mig. Myndin sem ég gerði fyrir Gospelinn er brjálæðislega flott hjá mér - fatta ekki stundum hvað ég er klár fyrr en eftir á og svo vildi hún endilega kíkja inn þó hún drekki ekki kaffi. Ég beið spennt í annað skiptið í kvöld eftir að heyra eitthvað skemmtilega og þá er bankað og mættar eru Bryndís og Hildur með þessa líka fínu ostakörfu. Spjölluðum um heima og geima fram yfir miðnætti. Þá settist ég niður við tölvuna og klára það sem um var beðið á nýjan vef sem ég er að gera fyrir Festival of Friends. Ég þarf að muna eftir því að setja á þessar síður metatög svo leitarvélar finni vefinn. Svo var María búin að segja mér að allir væri komnir á bloggið og ég bara varð að prófa og það tók smátíma og alles en hér sit og ég pikka og pikka og gæti skrifað heila bók þó ég fái stundum útrás á innansveitarkróniku Léttsveitarinnar. En þar lætur maður nú samt ekki móðan mása um allt og ekkert. Well, well, í svefn með þig kerling. Hundrað hlutir sem ég þarf að gera á morgun og má ekkert vera að þessu rugli núna um hánótt. Nighty, night.....
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter