laugardagur, maí 31, 2003
Well ef við erum ekki bara að fara að leggja í hann. Nokkrir tímar þar til haldið verður af stað til Danmerkur. Krakkarnir orðnir verulega spenntir og allt í góðum gír. Alltaf held ég að það taki miklu lengri tíma að troða ofan í töskur en alltaf gengur þetta vel og snuðrulaust fyrir sig. Hér er grenjandi rigning og það lítur út fyrir að það sé skýjað í Köben, en það gerir ekkert til. 20 stiga hiti gerir meira en smá ský á himni. Verðum komin til Köben um níuleytið í kvöld að dönskum tíma og svo er bara að njóta þess að vera í fríi. Byrjum á því að hreiðra um okkur hjá Ragnhildi sem er dæmalaust góð við okkur og ætlar bara að láta okkur fá svefnherbergið sitt til umráða. Hef hálfgert samviskubit yfir því að láta hana ganga úr rúmi fyrir okkur en hún vill það endilega. Förum svo og kíkjum á Birnu systur og co. á morgun og svo bara ræðst það dag frá degi hvað við gerum. Hlakka til og þarft að drífa mig og börnin í sturtu og gera okkur klár til fararinnar. Og næst verður kveðja frá Köben....
Comments:
Skrifa ummæli