<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 19, 2003

Alveg er það makalaust hvað maður er fljótur að gleyma. Ég var nýbyrjuð að blogga þegar ég skrapp til Danmerkur í rúman hálfan mánuð og nú veit ég ekkert hvað ég er að gera.
En allavega komin heim frá Danmörku eftir 17 daga útiveru. Frábær ferð, krakkarnir í skýjunum og líka glöð að koma heim eins og mammsan. Fermingin hjá Heimi gekk vel. Stúlknakórinn hennar Jóhönnu söng og líka stúlkur frá Dómkirkjunni og var Alla líka mætt á svæðið og lék undir. Skemmtileg tilviljun að þær skyldu vera þarna. Um sexleytið á fermingardaginn byrjaði að rigna með þvílíku þrumuveðri og börnin mín og strákarnir hennar Sigrúnar frænku fíluðu sig í botn í rigningunni og höfðu aldrei upplifað annað eins. Ljósagangurinn eins og á gamlárskvöld hér heima.
Við gistum allan tímann hjá Ragnhildi vinkonu og hún á hrós skilið fyrir að halda það út að fá inn á sig fimm manna fjölskyldu með öllu sínu hafurtaski og látum. Danmörk var skönnuð frá A-Ö. Tivolí, Bakken, Dýragarðurinn, Lególand, Lövenparken, Kolding, Oldense, Stórabeltisbrúin, Litlabeltisbrúin, Eyrarsundsbrúin, Amalíenborg, Hafnmeyjan, Kanaltúr, Runde Turn, Planitariet, Guinennes safnið, Believe it or not safnið, Strikið og aftur Strikið, Fisketovet, Ströndin, Bronshoj, Istedgade, Hóvedbaninn, Ullerupgade, Metrónn, lestarnar, strætó, flóamarkaðir, Bláa pakkhúsið og allt þar á milli. Standandi dagskrá allan tímann og allir hamingjusamir þegar heim var komið.
Og nú tekur hversdagurinn við með tiltekt, þvotti og vinnu.
Mætti á æfingingu í gær hjá Léttsveitinni fyrir gigg sem er á mánudaginn. Fer að syngja í kvennamessunni í kvöld og afmæli Össurar og Arnýjar á eftir henni. Ætla nú að druslast til að elda eitthvað ofan í mannskapinn og drífa mig svo í snurfus....
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter