<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 30, 2003

Það er alltaf nóg að gera. Er búin að vera með John upp í Gaukshólum hjá Ingi og Jóni að hjálpa þeim að taka upp úr kössum þar sem gámurinn með búslóðinni þeirra kom seinni parts föstudagsins. Græddi náttúrlega heilmikið á því, miljón glös, hnífapör, ýmislegt úr tekki, piparkvörnina hennar Ingu og margt fleira. Þegar ég var í Danmörku gerði ég mikla leit að tekkpakka eins og Ragnhildur vinkona á en fann ekki. En Inga átti einmitt svoleiðis og ég fékk hann auðvitað. Svo er píanóið komið hér í hús og það er alveg meiri háttar fallegt. Ekki bara svona venjulegt píanó heldur voða flott mumbla. Og nýr svefnsófi komin í kjallarann fyrir gesti og gangandi til að leggja sig á.
Eldaði í gær sítrónukjúllann frá Stínu og Hönnu og hann hefur aldrei verið eins góður. Dúndrandi kjúklingaréttur og lítið fyrir honum haft. Ég elska svoleiðis uppskriftið. Ekkert vesen bara inn í ofn og vella tilbúið eftir klukkutíma eða svo. Set hann á heimilissíðuna við tækifæri.
Það virðist ýmislegt geta farið í taugarnar á fólki. Því kynnist maður í útburðinum. Maður nokkur kom út á náttfötunum og pirraðist yfir því að blaðið væri ekki sett alla leið inn um lúguna. Málið er að ég geri það og John líka. Bölvað nöldur. En svo var líka kona sem þakkaði mér fyrir að setja blaðið alla leið inn um lúguna. Sitt sýnist hverjum. Einn vildi ekki láta labba yfir lóðina sína og það má kannski taka það til greina. Er nánast hætt að setja blaðið þar sem árans hundarnir gelta eins og vitlausir og tæta svo í sig blaðið. Lítilll tilgangur með því að setja blað í þá lúgu. En niðurstaðan er sú að ef fólk vill nöldra þá endilega láta það bitna á blaðburðarfólki. Aldrei friður til að láta hugann reika og gleyma sér. Ja, svei....
Nenni lítið að skrifa þessa dagana eða bara yfirleitt og skil ekki af hverju ég er að þessu bloggi. Þetta er bara fyrir unglinga...
Er samt að hugsa um að mála eitt stykki vegg í dag og færa til myndir. Að vísu virðist veðrið vera að breytast í garðveður og þá fer ég frekar í garðinn og nota næsta rigningardag í málningavinnu.
Nenni ekki meiru...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter