mánudagur, júní 23, 2003
Það er eiginlega ekki hægt að segja að ég sé að fíla þetta bloggerí. Ég nenni voðalega lítið að skrifa og reyni að hafa þetta allt voðalega stutt og eiginlega hálfleiðinlegt. Kannski er þetta bara sumarið. Einhvern veginn er ekki hægt að setjast niður við tölvuna í glaðasólskini og sumaryl. Í dag átti nú að vera þetta líka ágætisveður en stundum held ég að veðurfræðingar mæni aðeins í einhver kort sem þeir virðast lítið botna í en horfa aldrei til himins og spá í veðrið þannig. Seinni part dagsins í gær varð himininn hvítur af skýjum og greinilegt að það mundi rigna, en engin kom slík spáin frá veðurfræðingunum. Ég er löngu komin á þá skoðun að maður eigi að spá í sitt eigið veður og láta veðurfregnirnar ekki vera að trufla það. Ég hef oftar rétt fyrir mér en þeir. Stundum mætti halda að þeir byggju erlendis greyin...
En hvað um það. Þarf að druslast til að blása á mér hárið. Er að fara að syngja með Léttsveitinni á kvennaráðstefnu núna kl. eitt og við eigum að vera í kjólum og voða sætar og fínar. Er að reyna að koma mér til að vinna líka pínulítið í dag. Þarf að brjóta um eitthvað af Frey og senda Matthíasi og svo er að reyna að koma saman þessum bæklingi fyrir gospelinn sem er á leið til Ítalíu. Gengur ekki vel en vonandi næst þetta í dag og á morgun. Allt á síðasta snúningi og þær að fara út 1. júlí.
Petra Kristín hin fúlast núna yfir því að hafa ekki verið vakin í morgun til að bera út. Ég vaknaði of seint en John hjálpaði mér og við náðum þessu fyrir sjö. Vek stúlkukornið í fyrramálið og læt hana bera út þá svo hún haldi ekki áfram að vera fúl...
Og svo er það þetta með köttinn. Enginn veit hvort hún er með kettlingum eður ei. Það verður bara að koma í ljós með tíð og tíma.
Þarf að ganga frá þvotti en nenni því ekki og píanóið er ekki komið enn. En þetta kemur allt með tímanum....
En hvað um það. Þarf að druslast til að blása á mér hárið. Er að fara að syngja með Léttsveitinni á kvennaráðstefnu núna kl. eitt og við eigum að vera í kjólum og voða sætar og fínar. Er að reyna að koma mér til að vinna líka pínulítið í dag. Þarf að brjóta um eitthvað af Frey og senda Matthíasi og svo er að reyna að koma saman þessum bæklingi fyrir gospelinn sem er á leið til Ítalíu. Gengur ekki vel en vonandi næst þetta í dag og á morgun. Allt á síðasta snúningi og þær að fara út 1. júlí.
Petra Kristín hin fúlast núna yfir því að hafa ekki verið vakin í morgun til að bera út. Ég vaknaði of seint en John hjálpaði mér og við náðum þessu fyrir sjö. Vek stúlkukornið í fyrramálið og læt hana bera út þá svo hún haldi ekki áfram að vera fúl...
Og svo er það þetta með köttinn. Enginn veit hvort hún er með kettlingum eður ei. Það verður bara að koma í ljós með tíð og tíma.
Þarf að ganga frá þvotti en nenni því ekki og píanóið er ekki komið enn. En þetta kemur allt með tímanum....
Comments:
Skrifa ummæli