<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júní 22, 2003

Úff þetta er búinn að vera langur dagur enda sumarsólstöður og lengstur sólargangur. Klukkan langt gengin í fjögur og enn bjart út. Vaknaði snemma til að bera út og svo lögðum við Gunnhildur snemma í hann til að vera við brúðkaup Daða Hrafns og Sillu. Þau giftu sig á Snæfellsjökli og síðan heljarinnar veisla á félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Við lögðum í hann kl. 1, byrjuðum í Blómavali til að láta pakka gjöfinni inn og vorum þar í næstum klukkutíma svo ekki var lagt af stað vestur fyrr en um tvö. Gunnhildur keyrði vestur og lá í 120 mestalla leiðina. Leiðin frá Borgarnesi að Jökli óvenjulöng og við fórum vitlausa leið og misstu af sjálfri athöfninni. En lán í óláni að brúðkaupið verður sýnt í brúðkaupsþættinum Já þann 15. júlí. Ekki þekktum við nú marga í veislunni eiginlega bara brúðgumann og foreldra hans en veislan var fín, maturinn fínn og ferðin í bæinn gekk greiðlega enda ekki ekið eins og vitleysingur. Og nú er eins og áður sagði klukkan að ganga fjögur og ég er þreytt og syfjuð en nenni ekki að fara að sofa. Get sofið frameftir á morgun, enginn útburður á sunnudögum. Algjör sæla þessir sunnudagar. Ekki að ég hafi ekki gott af hreyfingunni enda útburðurinn til þess ætlaður að hreyfa sig örlítið á hverjum degi. Ég er ekki alveg týpan í að fara í ræktina þó einhvern tímann í fyrndinni hafi ég verið dugleg við þá iðju. Held þó að heillavænlegast sé að drusla sér í svefn, kveiki kannski á imbanu og sofna yfir honum. Allir sofandi sem heima eru og ró og friður hér á bæ. Veit þó ekki hvar kötturinn er....hún var sofandi á pallinum. Veðrið í dag hefur verið yndislegt sól og hiti og þá er hvergi betra að vera en á Íslandi. En nú kallar mitt mjúka rúm....
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter