sunnudagur, júlí 20, 2003
Alltaf er ég frjóust eftir miðnætti. Fann út úr þessu shout out dæmi sem margir eru með á blogginu. Vildi samt gjarnan geta breytt þessu shout out yfir á íslensku ásamt öllu hinu sem þar stendur í glugganum sem poppar upp en ekki ræð ég við allt. Þetta er javaskript og ég ætti að geta breytt þessu einhvern veginn án þess að ég viti hvernig. Kannski finn ég út úr því á öðrum degi eftir miðnætti.
Var í partýi í Vatnsendanum með fullt af dönum svo enn æfist ég í að tala og skilja dönsku. Ekki er það nú verra.
Ætti að vera löngu sofnuð en kannski ætti ég bara að vaka fram að útburði. Aðeins þrír tímar í það. Svo er bara hægt að sofa til hádegis í staðinn.
Íhuga það næstu mínúturnar.
Söng í brúðkaupi í dag með fleiri kerlum úr Léttsveitinni. Presturinn hálfhallærislegur en brúðguminn algjör dúlla. Brúðurin táraðist þegar hann söng til hennar texta sérstaklega saminn fyrir hana við lagið um brúna yfir brjálaða vatnið.
Sama veðurblíðan í dag og undanfarna daga og á morgun tekur við meiri garðvinna...
Var í partýi í Vatnsendanum með fullt af dönum svo enn æfist ég í að tala og skilja dönsku. Ekki er það nú verra.
Ætti að vera löngu sofnuð en kannski ætti ég bara að vaka fram að útburði. Aðeins þrír tímar í það. Svo er bara hægt að sofa til hádegis í staðinn.
Íhuga það næstu mínúturnar.
Söng í brúðkaupi í dag með fleiri kerlum úr Léttsveitinni. Presturinn hálfhallærislegur en brúðguminn algjör dúlla. Brúðurin táraðist þegar hann söng til hennar texta sérstaklega saminn fyrir hana við lagið um brúna yfir brjálaða vatnið.
Sama veðurblíðan í dag og undanfarna daga og á morgun tekur við meiri garðvinna...
Comments:
Skrifa ummæli