<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júlí 06, 2003

Eitthvað rugl virðist vera í gangi hjá sumum á blogginu í sambandi við íslenska stafi. Ég lenti nú í þessu sjálf þegar ég byrjaði og vissi ekkert hvað var að gerast. Það má reyna að fara í settings - formatting og setja language á íslensku og encoding á Universal english eða eitthvað svoleiðis.
Ég á aftur á móti í vandræðum með að setja inn mynd í bloggið. Kann að setja inn link á vefsíður en myndir eru enn vandamál. Kann það einhver þarna úti.
Það hrjáir mig leti að blogga. Hélt að ég mundi fíla þetta miklu betur en ég geri. Eiginlega ferlega asnalegt að vera að tjá sig á netinu um innstu hugsanir og hvað maður er að gera hverju sinni. Og svo er þetta hálfleiðinleg lesning allavega hjá mér. En kannski fylgir skriflegt andleysi sumrinu. Maður á að nota tímann í eitthvað allt annað en að hanga í tölvunni og blogga. Annars tók ég fullt af backuppum í gær og hreinsaði út af tölvunni. Nú þyrfti ég að defragmenta til að þjappa diskinn og fá meira pláss. Ekki að ég eigi við plássleysi á diskinum að stríða, enda með tvö stykki diska. En það er ágætt að eiga backup þar sem diskar eiga það til að hrinja af minnsta tilefni.
Er að hugsa um að breyta vefsíðunni minni. Mér líka ekki litirnir á henni. Fjólublátt er nú ekki beint minn litur. Og svo ætla ég að setja portfólíuna mína öðru vísi upp. En það má dunda sér við þetta þegar ekkert annað er að gera. Þarf líka að setja inn myndir og fleiri uppskriftir á heimilissíðuna. Þar sem börnin mín voru voðalega dugleg í gær að taka til - þau eru að vinna sér inn peninga fyrir laugardagsnammi - þá er ég að hugsa um að skipta á rúmum og skúra. Þar sem það er rigning í dag nenni ég ekki í garðinn. Þarf svo að drífa mig í að mála meira í stofunni.
Bjó í gær til cd diska af þremur tónleikum Léttsveitarinnar. Það er voða gaman að rifja upp þessi lög og ótrúlegt hvað maður man ennþá texta og raddsetningu.
Well. Mál að linni að sinni...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter