<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Ég er í verkfalli. Ég er þreytt á því að vera sú sem gerir allt hér á heimilinu og sú sem argar á börnin mín. Svo ég elda ekki, hugsa ekki um börnin mín, þríf ekki, þvæ ekki þvott. Ég geri ekkert og tala ekkert. Ég er sem sagt pirruð og ætla að halda því áfram næstu daga ef það er það sem þarf. Mig vantar rómantík í líf mitt, kósíheit og að einhver sé góður við mig og þá meina ég sérstaklega góður við mig. Ekki það að maðurinn minn sé eitthvað vondur við mig en hann er heldur ekkert voðalega næs. Ég þrái þögn og einveru. Langar til að fá að vera í friði frá öllu og öllum. Það hlýtur að vera lægðardrag yfir landinu...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter