laugardagur, júlí 12, 2003
Ég geri lítið annað þessa dagana en að sofa. Mér er alltaf illt í öðrum fætinum og veit ekkert út af hverju. Kannski bara þreyta. Fór að vísu í garðinn í gær og snyrti eitthvað aðeins til en í dag er rigning og þá nenni ég því ekki. Nenni ekki að taka til en þyrfti að gera það. Herbergi krakkana eru í því ástandi að ég þarf að taka þar almennilega til. Petra þreyf bílinn minn í gær en þurrkaði víst ekki af svo ég verð að drífa í því. En hún ryksugaði og tók ruslið svo það er nú heilmikið. Bar ein út í morgun í rigningunni og það var hressandi. Og á morgun kemur blaðið út á sunnudegi og svo nú er aldrei frí. Veit ekki hvað fjölskyldan endist í þessum útburði. Eitthvað fram á haustið trúlega. Ekkert að gerast og ég nenni engu, ekki einu sinni að blogga. Ekki að ég hafi nennt því hingað til. Hef bara áhuga á að breyta lúkkinu á síðunni en svo ekki meira. Katrín og Petra gistu hjá vinkonum svo Tristan er einn hér heima að draslast. Fæ hann með mér í tiltekt. Enn er ekki vitað hvort kötturinn er með kettlingum en það ætti að koma í ljós eftir tvær-þrjár vikur.
Comments:
Skrifa ummæli