miðvikudagur, júlí 30, 2003
Ég sofnaði aftur í morgun eftir að ég bar út og dreymdi þvílíka vitleysu að ég hefði getað skrifað kvikmyndahandrit út frá draumnum. Neyddi sjálfa mig meira að segja til að vakna þegar ég var búin að fá nóg af þessari dæmalausu vitleysu. Svo ég vaknaði ekki fyrr ein hálf eitt í seinna skiptið. Ætlaði til Stínu en í stað þess druslaðist ég einhvern veginn langt fram eftir degi við að þvo þvott, brjóta hann saman, hengja upp myndir, þrífa baðið og svefnherbergið sem mikil þörf var á. Var ekki búin að þessu fyrr en um fimm og þá hafði ég mig loksins í að fara út úr húsi. Þá var Stína ekki heima og við ákváðum að hittast á morgun í staðinn. Ákvað þá að kíkja á Maríu og þar var Védís í heimsókn nýkomin frá Krít sólbrún og sæt. María þurfti að ná í bílinn sinn úr þrifum og við fórum á Hard Rock og fengum okkur í svanganóruna sem mikil þörf var á. Fylltum nóruna og ákváðum að skreppa í bíó. Sáum What a girl wants - rómantísk mynd í anda Notting Hill, voða krúttleg og skemmtileg. Það var gaman að eyða kvöldinu með Maríu og skil ekki af hverju ég geri þetta ekki oftar. Kom heim, setti hreint á rúmið og leitaði svo að grískum uppskriftum á netinu. Ætla að vera með grillveislu hér á föstudaginn og hafa grillað lamb á gríska vísu. Fann fullt af uppskriftum og fer í gegnum þær á morgun. Og nú þarf ég að drífa mig í háttinn til að vakna bara einu sinni á morgun. Gleymdi Léttsveitarlabbinu eins og oft áður en kannski dríf ég mig næsta þriðjudag. Kominn tími til að rölta um urð og móa með skemmtilegum konum. So, vakna snemma í fyrramálið, bera út og gera svo eitthvað af viti fyrir hádegi í stað þess að sofa á mitt græna...
Comments:
Skrifa ummæli