þriðjudagur, júlí 29, 2003
Jæja þá er fullt af myndum komið inn á Léttsveitarvefinn úr útilegunni um helgina. Fékk myndir frá Sigrúnu frænku og var að skutla þeim inn með mínum.
Eignaðist minn annan pels á tveimur mánuðum áðan. Keypti krullupels (trúlega af persnesku lambi þó ég haldi að það sé af buffaló) í Bláa pakkhúsinu í Køben á 350 kr. danskar. Lítill peningur fyrir ótrúlega krúttaralegan krullupels. Svo gaf Inga amma mér þennan fína minkajakka áðan svo nú er ég ótrúlega pelsvædd fyrir veturinn sem er því miður ekki langt undan.
Sniglarnir hafa komist í jarðaberin mín þó þau séu í dalli. Næst týni ég þau jafnóðum og þau verða rauð. Gerði heilmikið í garðinum í dag, þvoði milljón þvottavélar en kom að öðru leyti litlu í verk.
Skapið ágætt eins og veðrið. Þarf að fara að sofa en nenni því ekki. Öll mín orka brýst út eftir miðnætti. Þá gæti ég fært til heilu fjöllin án þess að finna fyrir því. Samt er ég farin að snúa sólarhringum í réttara horf ef það að gera eitthvað á morgnana annað en að sofa er eitthvað réttara en annað horf. Nóttin er minn tími eins og uglunnar.
Trilljón hugsanir flæða um hugann og þær eru of margar til að skrifa hér...
Eignaðist minn annan pels á tveimur mánuðum áðan. Keypti krullupels (trúlega af persnesku lambi þó ég haldi að það sé af buffaló) í Bláa pakkhúsinu í Køben á 350 kr. danskar. Lítill peningur fyrir ótrúlega krúttaralegan krullupels. Svo gaf Inga amma mér þennan fína minkajakka áðan svo nú er ég ótrúlega pelsvædd fyrir veturinn sem er því miður ekki langt undan.
Sniglarnir hafa komist í jarðaberin mín þó þau séu í dalli. Næst týni ég þau jafnóðum og þau verða rauð. Gerði heilmikið í garðinum í dag, þvoði milljón þvottavélar en kom að öðru leyti litlu í verk.
Skapið ágætt eins og veðrið. Þarf að fara að sofa en nenni því ekki. Öll mín orka brýst út eftir miðnætti. Þá gæti ég fært til heilu fjöllin án þess að finna fyrir því. Samt er ég farin að snúa sólarhringum í réttara horf ef það að gera eitthvað á morgnana annað en að sofa er eitthvað réttara en annað horf. Nóttin er minn tími eins og uglunnar.
Trilljón hugsanir flæða um hugann og þær eru of margar til að skrifa hér...
Comments:
Skrifa ummæli