<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 16, 2003

Jís, það er kominn tími til að rífa sig upp á rassinum og fara að gera eitthvað af viti. Þarf að gera eitthvað í mínum málum og komast í réttan gír. Á morgun á að vera geðveikt veður og þá er lítil ástæða til að hanga innan dyra. Slíkt á að gera á rigningardögum. Er búin að vera að dúlla mér í því undanfarna tvo daga í geðillsku minni að setja inn myndir frá Vestmannaeyjum á Léttsveitarvefinnog myndir frá Danmerkurferð inn á heimilisvefinn. Svo bætti ég inn nokkrum uppskriftum þar líka. En nú er mál að linni í tölvuhangsi. Garðurinn er í óttalegri órækt og nú er John að verða búinn að girða okkur af frá umheiminum og því ærinn ástæða til að taka til hendinni líka. Þarf að setja niður nokkur sumarblóm sem Kristín Birna kom mér hér um daginn. Er búin að koma nokkrum þeirra á sinn stað en enn eru nokkur eftir sem bíða þess að fá einhvern stað til að eyða sumrinu á. Nú er mál að linni að sinni og draumlandið taki við. Þarf að vakna snemma í fyrramálið í útburðinn. Er nokkuð góð í fætinum undanfarna tvo daga. Kannski hefur þetta bara verið geðvonska sem hljóp í fótinn sem skánar með vaxandi hæð yfir Grænlandi. Verð að muna eftir því að mæta á smá létta æfingu á morgun og svo að sækja Ragnhildi á föstudaginn út á flugvöll. Það getur nú varla minna verið eftir að hafa búið hjá henni í rúman hálfan mánuð í Køben. En AA hrellir mig stöðugt meira og dagarnar líða án þess að ég muni eftir því hverju ég ætlaði að koma í verk þennan daginn. Er yfirleitt komin í eitthvað allt annað sem getur alls ekki beðið til morguns. Já, lífið er stundum erfitt þegar maður er miðaldra....!
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter