mánudagur, júlí 28, 2003
Skelfing var á þreytt í gær eftir þessa frábæru Léttsveitarútilegu. Ég held að ég hafi ofnæmi fyrir rauðvíni. Það gerir mig lata og leiðinlega. Útlegan var dúndrandi fín, sól og blíða í Galtalæk þegar rigndi og rigndi hér í Reykjavík. Er nú að hlaða myndum úr útilegunni inn í tölvuna og svo er bara að skutla þessu á Léttsveitarvefinn margfræga. Það verður fróðlegt að sjá þessar myndir sem Bjarni maðurinn hennar Guðrúnar Gunnars tók að mestu þegar aðeins var farið að síga í vinstri löppina á fólki. Aftur á móti skil ég ekki þegar allir eru farnir heim á sunnudegi fyrir hádegi. Ég og Sigrún frænka ásamt okkar slegti vorum síðastar af svæðinu um kl. fjögur. Það gerði einn skúr um þrjúleytið en tjöldin orðin þurr aftur þegar við tókum niður um fjögur.
Í morgun tók svo alvaran við, bera út og ganga frá draslinu sem tekið var með í útileguna. Fréttablaðið var ekki komið kl. hálf sjö í morgun svo ég lagði mig aftur og bar svo út seint og síðarmeir, en eins og máltækiið segir Betra seint en aldrei. Veðrið í morgun var allt of heitt, en ég er farin að fíla það í botn að labba svona í góða veðrinu á morgnana og ég er svona að gæla við þá hugmynd að þetta fjarlægi alla appelsínuhúð af lærunum á mér með tímanum og rassinn verði einhvern tímann aftur stinnur og stæltur - ef hann hefur einhvern tímann verið það. Ég gef þessu öllu tvö ár því góður árangur næst aðeins ef maður gefur því tíma.
Börnin mín eru ennþá sofandi en kannski kominn tími til að vekja þau. Er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara í garðinn í dag eða draslast hér inni og laga til. Ég held að ég velji fyrri kostinn og geymi þetta innanhússvesen þar til veðrið er ekki útiveður.
Læt hér fylgja textann um geimveruna sem dætur mína sungu í útilegunni. Textinn er úr Grannmeti og átvextir eftir Þórarin Eldjárn:
Veran Vera
Ég hitti í morgun voða skrítna veru
með víraflækjuhár og græna peru
bláa tungu og tíu litlar hökur
og tær sem minna á rjómapönnukökur.
Hvaðan skyldi hún vera þessi vera?
Vandi sýndist mér úr því að skera:
Ef til vill frá Höfn í Hornafirði?
Hreinlegast var bara að ég spyrði.
En sem ég var að spá og spekúlera
hvort spurt ég gæti: Hvaðan ertu, vera?
Þá sagði veran: - Daginn, góðan daginn,
daginn kæri vinur, glaðan haginn.
Og undir eins þá heyrði ég á hreimnum
að hún var utan úr geimnum.
Í morgun tók svo alvaran við, bera út og ganga frá draslinu sem tekið var með í útileguna. Fréttablaðið var ekki komið kl. hálf sjö í morgun svo ég lagði mig aftur og bar svo út seint og síðarmeir, en eins og máltækiið segir Betra seint en aldrei. Veðrið í morgun var allt of heitt, en ég er farin að fíla það í botn að labba svona í góða veðrinu á morgnana og ég er svona að gæla við þá hugmynd að þetta fjarlægi alla appelsínuhúð af lærunum á mér með tímanum og rassinn verði einhvern tímann aftur stinnur og stæltur - ef hann hefur einhvern tímann verið það. Ég gef þessu öllu tvö ár því góður árangur næst aðeins ef maður gefur því tíma.
Börnin mín eru ennþá sofandi en kannski kominn tími til að vekja þau. Er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara í garðinn í dag eða draslast hér inni og laga til. Ég held að ég velji fyrri kostinn og geymi þetta innanhússvesen þar til veðrið er ekki útiveður.
Læt hér fylgja textann um geimveruna sem dætur mína sungu í útilegunni. Textinn er úr Grannmeti og átvextir eftir Þórarin Eldjárn:
Veran Vera
Ég hitti í morgun voða skrítna veru
með víraflækjuhár og græna peru
bláa tungu og tíu litlar hökur
og tær sem minna á rjómapönnukökur.
Hvaðan skyldi hún vera þessi vera?
Vandi sýndist mér úr því að skera:
Ef til vill frá Höfn í Hornafirði?
Hreinlegast var bara að ég spyrði.
En sem ég var að spá og spekúlera
hvort spurt ég gæti: Hvaðan ertu, vera?
Þá sagði veran: - Daginn, góðan daginn,
daginn kæri vinur, glaðan haginn.
Og undir eins þá heyrði ég á hreimnum
að hún var utan úr geimnum.
Comments:
Skrifa ummæli