fimmtudagur, ágúst 14, 2003
Alein sit ég og bíð eftir Fréttablaðinu. Bilun í prentsmiðju og blaðið kemur ekki fyrr en um níu. Er að hugsa um að klára einn stól í viðbót næsta klukkutímann. Er búin með tvo og í gær byrjaði ég á þeim þriðja. Þarf að taka áklæðið og svampinn af setunni og tveir af þessum stólum eru greinilega með upprunalegu áklæði og svampi og eftir rúmlega 40 ára tilveru er svampurinn farinn að molna auk þess sem hann er orðinn appelsínugulur af sígarettureyk. Ég þurfti að skafa hann af með gluggasköfu. Ógeð. Svo nú er bara að setja nýjan svamp og yfirdekkja setuna aftur. Fékk áklæði í Godda, alveg eins og er á borðstofustólunum. Þetta er voða sætir stólar þegar búið er að snurfusa þá svoldið. Bara svoldil vinna og tekur tíma, sérstaklega að pilla allt hefti úr setunum o.s.frv.
Er andlaus og hef ekkert að segja í bili...
Er andlaus og hef ekkert að segja í bili...
Comments:
Skrifa ummæli