<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, ágúst 08, 2003

Það er alveg ótrúlegt hvað mér gengur illa að laga suma hluti, eins og t.d. núna langar mig að hafa svona title á blogginu en finn engan veginn úr hvar það er sett. Man eftir því að ég tók það út á sínum tíma en nú virðist ekki vera hægt að finna hvar það er sett inn aftur. Allt of flókið fyrir minn AA haus.
Fór í gærkvöldi og kenndi Maríu pínulítið í vefsíðugerð. Ég er nú ekki góður kennari en María er aftur á móti góður nemandi og auðvelt að skýra út fyrir henni það sem nauðsynlegt er. Hún vinnur svoldið eins og John, er með undarlegar shortcut leiðir og slíkt og það er bara fínt. Ég er aftur á móti stökk í QuarkXpress shortcuttum og panelum. Kenndi henni sem sagt að gera einfalda html síðu í Dreamweaver, setja linka og búa til photoalbum. Þarf svo að kenna henni pínulítið í Fireworks og meira í Dreamweaver.
Náði ekki að elda kjúllann í gær en geri það í kvöld í staðinn. Ætla að prófa nýja uppskrift af sítrónukjúlla sem er af grískum uppruna og svoldið líkur sítrónukjúllanum frá Hönnu og Stínu.

Grískur kjúlli og kartöflur
Kjúklingur í bitum
4-5 miðlungs kartöflur
Salt og pipar eftir smekk
1/4 bolli olívuolía
1/4 bolli brætt smjör
Safi úr einni sítrónu
2 msk þurrkað oregano (ég mæli nú samt með því fersku í miklu magni)

Hita ofninn í 350°F (trúlega um 180°C).
Þvo og þurrka kjúllann.
Skera kartöflur í 3 cm sneiðar
Setja kjúllann og kartöflurnar í ofnskúffu eða eldfast fat
Salta og pipra
Blanda saman olíu, smjöri og sítrónusafa
Smyrja á kjúllann og kartöflur.
Dreifa oregano yfir
Hella restinni af oliu/smjör/safa yfir
Setja álpappír yfir allt saman
Eldað í 1 1/2 tíma og ekki taka álpappírinn af í þann tíma
Hækka hitann í 400°F (rúmlega 200°C) og taka álpappírinn af
Elda í 15 mínútur til viðbótar eða þar til kjúllinn og kartöflurnar eru gullinbrúnar
(Fyrir fjóra)

Svo kemur hér uppskrift af alveg voðalega góðu grísku kartöflusalati

Grískt kartöflusalat
Slatti af kartöflum, skældar, soðnar og skornar í bita (4 miðlungsstórar er í uppskriftinni sem mér þykir voða lítið enda von því að elda í stórum porsjónum)
1/2 bolli steinselja, söxuð (má alveg vera meira)
1/2 bolli laukur, saxaður
1-2 hvítlauksrif
3 msk olívuolía
Safi úr 2 sítrónum
Salt eftir smekk

Salatblöð
Tómatar í sneiðum

Öllu blandað saman.
Kæla
Setja salatblöðin í skál, kartöflurnar ofan á þau og skreytt með tómatsneiðum.
(Fyrir 4-6)

Nóg komið af uppskriftum í bili.

Verð að gera eitthvað, t.d. að finna úr hvernig maður gerir drop down menu með css...
Og að ryksuga oggulítið, undirbúa kjúllann fyrir kvöldmatinn sem verður að vera um sex þar sem ég er að fara að syngja kl. sjö og eitthvað fram eftir kvöldi, fara út sturtu, ganga frá og þvo þvott sem virðist endalaus í að því er virðist botnlausri óhreinatauskörfu. Já það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera BHM...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter