miðvikudagur, ágúst 06, 2003
Það er eitthvað bölvað vesen hjá Streng þannig að ég get ekki verið með bloggið á mínu urli í bili í það minnsta.
Hér var mikil sorg og sút í morgun. Kisan gaut einum dauðum kettlingi og allir eru voðalega sorgmæddir yfir því. Virðuleg jarðarför fór fram síðdegis, kettlingurinn settur í skreyttan kassa og fékk kross á leiðið sitt. Petra, Katrín og Tristan sungu Þá nýfæddur Jesú og svo var farið með Faðirvorið. Kisan sjálf var heldur aum í morgun en virðist ótrúlega hress þrátt fyrir þetta. Hún gaut í rúminu hjá Petru og aumingja Petra grét af því að hún hélt að hún hefði drepið kettlinginn, en ég sannfærði hana um að svo var ekki. Hann hefði bara fæðst dauður greyið. Tristan vildi meina að hún hefði étið pokann of fljótt, en málið er að kettlingurinn fæddist trúlega dauður eða mjög líflaus. Ef ég hefði vitað að kisan var að gjóta hefði ég kannski eitthvað getað gert en það er endalaust hægt að segja kannski. Það verður bara að leyfa henni að reyna aftur.
Nú þarf ég að drífa mig á kóræfingu fyrir gigg á föstudaginn. Og ég þarf að borða eitthvað...
Hér var mikil sorg og sút í morgun. Kisan gaut einum dauðum kettlingi og allir eru voðalega sorgmæddir yfir því. Virðuleg jarðarför fór fram síðdegis, kettlingurinn settur í skreyttan kassa og fékk kross á leiðið sitt. Petra, Katrín og Tristan sungu Þá nýfæddur Jesú og svo var farið með Faðirvorið. Kisan sjálf var heldur aum í morgun en virðist ótrúlega hress þrátt fyrir þetta. Hún gaut í rúminu hjá Petru og aumingja Petra grét af því að hún hélt að hún hefði drepið kettlinginn, en ég sannfærði hana um að svo var ekki. Hann hefði bara fæðst dauður greyið. Tristan vildi meina að hún hefði étið pokann of fljótt, en málið er að kettlingurinn fæddist trúlega dauður eða mjög líflaus. Ef ég hefði vitað að kisan var að gjóta hefði ég kannski eitthvað getað gert en það er endalaust hægt að segja kannski. Það verður bara að leyfa henni að reyna aftur.
Nú þarf ég að drífa mig á kóræfingu fyrir gigg á föstudaginn. Og ég þarf að borða eitthvað...
Comments:
Skrifa ummæli