föstudagur, ágúst 22, 2003
Fyrsti skóladagur í dag. Það verður gott þegar aftur kemst venjuleg rútína á þessi blessuð börn mín. Sumarið hefur liðið allt of hratt. Samt er ég orðin hálfþreytt á þessari eilífu veðurblíðu. Er tilbúin til að fá haust. Þarf að taka til í dag. Húsið er í rúst eftir börnin og þau taka aldrei til sjálf nema fá borgað fyrir það. Kubbar út um öll gólf og draslið inni hjá Katrínu er meira en nokkuð annað. Hún er ótrúlega dugleg við að rusla út en tekur aldrei til eftir sig. Hún föndrar og klippir endalaust og allt út um allt. Nenni ekki að skrifa, hef ekkert að segja og ætla að halda áfram að þrífa.
Comments:
Skrifa ummæli