<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Úppsadeisí. Ég fékk fjóra tekkstóla hjá mömmu hennar Ragnhildar í gær, reyndar eiginlega Ásdísi systur hennar. Einn þeirra er nú heldur betur veðurbarinn þar sem hann er búinn að standa út á svölum í einhver ár í öllum veðrum. Er búin að dunda mér við það í gærkvöldi (eiginlega í nótt) og í morgun að pússa hann upp og bæsa og olíubera. Hann er farinn að líta betur út og getur gengið. Svo nú er ég kominn með glæsilegt tekkborð í eldhúsið og búin að fá stóla við það. Ég ætla nefnilega ekki að gera eins og allir og fleygja út fullkomlega ágætri eldhúsinnréttingu frá því að húsið var byggt og fá mér eitthvað voðalega snyrtilegt og nýtískulegt í staðinn. Ætlaði náttúrlega að gera það á sínum tíma en er fyrir löngu búin að skipta um skoðun. Svo nú fær eldhúsið bara vera með sínu sixtíes lúkki í friði að mestu leyti.
Fór til Maríu í gær og kenndi henni pínku ponsu meira í vefsíðugerð. Ætlaði nú bara að stoppa stutt en var hjá henni frá 4 til 12 eða eitthvað. Ég er ekki þolinmóður kennari en María er aftur á móti ótrúlega þolinmóður nemandi og fljót að læra. Hún er líka góð í því að taka fram fyrir hendurnar á mér þegar ég ætla að sýna henni eitthvað með því að gera það sjálf. Mikið lifandis, skelfingar ósköp á ég eftir að sakna hennar þegar hún flytur til Þýskalands. Ég vona bara að Þýskaland verði hundleiðinlegt og að hún komi fljótt til baka aftur.
Nú þarf að að skutlast og kaupa áklæði á nýju stólana mína og bronzfægilög til að fæga koparskrúfarnar sem eru á sýnilegir á stólunum. Þetta verður einhvern tímann voðalega fínir stólar...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter