<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 03, 2003

Veðrið undanfarna daga er of gott. Það er ekki hægt að vera úti því það er allt of heitt. Óþolandi heitt. Eða þá að ég er á einhverju hitaskeiði. Mér finnst allavega vont að geta ekki opnað út til að kæla mig. Og svo verður núna að passa að vera ekki með allt opið því þá fyllist húsið af fressköttum sem fróðir segja að bendi til þess að Doppa fari að gjóta fljótlega. Ég hef lítinn áhuga á því að fá fressketti hér inn í nýgotna kettlinga. Ég hef komið að slíku og það var ófögur sjón og slæm lífsreynsla. Horfði á líf kettlings fjara út eftir að fressköttur beit hann hreinlega á háls. Ógeðslegt. Svo nú er fylgst vel með Doppu og reynd að róa undir henni og koma í veg fyrir að aðrir kettir komist hér inn.
Við skötuhjúin vorum með heljarinnar grillveislu á föstudagskvöldið að hætti Goddverja. Veislan var að grískum hætti, grísk jógurtsósa, grískt kartöflusalat og grískt salat með heilgrilluðu íslensku lambi. Mikið gott og mikið gaman. Drukknar margar flöskur af rauðvíni og öðru fljótandi og þrettán manns komust við hringborðið fræga. Myndir af herlegheitunum fara á vefinn fljótlega. Læt uppskriftirnar fljóta með við tækifæri.
Í gær komst ég að því að tölvan mín var illa sýkt af allskonar drasli sem börnin mín hafa einhvern veginn sett inn. Upp poppuðu allskonar ófélegar klámsíður þegar Explorerinn var opnaður og svo fraus einhver rammi fastur í tíma og ótíma. Óþolandi en John hreinsaði svo til og í ljós kom að hans tölva var ekki í betra ástandi.
Nú er ég að hugsa um að skella mér í sturtu og kannski drífa mig í berjamó eða eitthvað með krakkana. John er alveg að klára Hlégerðismúrinn sinn sem lokar okkur frá götulífinu fyrir utan hann. Garðurinn orðinn vin í eyðimörkinni og um leið krefst það þess að maður geri eitthvað í honum annað en ekkert.
Well í sturtu og svo út í þetta allt of góða veður...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter