<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 29, 2003

Búin að vera voða dugleg undanfarna daga að stússast fyrir Bændasamtökin, Léttsveitina og Gospelsystur. Og svo auðvitað byrja.is sem er endalaust hægt að raða og flokka. Ég er búin að fara í gegnum svona 1/100 þessum flokkum. Stundum gengur ágætlega en stundum veit ég ekkert hvað ég er að gera. Ætlaði að skúra og ryksuga uppi, en nennti því svo ekki, en gekk allavega frá þvotti sem var í stöflum niðri. Og nú sé ég orðið í botninn á óhreinatauskörfunni en á ekki von á að sú sæla standi lengi. Er að fara í klippingu í fyrramálið, ef ég man eftir því. Svo þarf ég að druslast til að sækja miðana á Grease sem Jón og Inga gáfu John í afmælisgjöf. Petra vill láta mála herbergið sitt en mig langar til að taka ganginn niðri í gegn. Henda út teppunum og mála upp á nýtt og smíða hillur og borð. Kannski dríf ég í því einhvern daginn þegar vel liggur á mér.
Að öðru leyti geri ég ekki neitt...

föstudagur, september 26, 2003

Ég er þreytt og illt í augunum. Skil ekki af hverju. Trúlega af því að sitja of lengi við tölvuna. Kötturinn breima og er að gera alla vitlausa á heimilinu. Vekur Petru á nóttunni með þessu væli sem minnir helst á ungbarn sem grætur. Hvað geta kettir eiginlega verið lengi í þessu ástandi. Alla síðustu viku ef ekki tvær síðustu vikur hafa verið hér sveimandi fresskettir af öllum stærðum og gerðum og nú þegar læðuanginn sýnir merki þess að hafa áhuga hverfa þeir á braut. Er þetta ekki týpískt fyrir karlkynið. Eru hvergi nærri þegar mest þarf á þeim að halda. Nei, ég segi nú bara svona. Óska þess eins að kisuanginn fái það og hætti þessu breimiríi.
Gladdi Goddamenn með því að mæta ýmsum sauna fylgihlutum inn á vefinn þeirra. Að öðru leyti hef ég leiðrétt nokkrar villur sem slæddust inn á Léttsveitarvefinn og skráði fullt af nýjum síðum á byrja.is. Og nú byrjar kattarfjandinn aftur og ég hendi henni í þvottahúsið þar sem hún getur vælt í nótt þó trúlega veki hún Hrund. En það er samt ekkert rosalega mikil hætta á því að Hrund vakni þegar hún er loksins sofnuð. Það sefur enginn eins fast og hún. Og ég ætti að koma mér í svefn áður en ég verð stjarfari en ég er nú þegar....

fimmtudagur, september 25, 2003

Ég er ekki alveg að muna eftir því að skrifa á þetta blogg. Mér finnst voðalega gaman að lesa annarra manna blogg, Jóhanna alltaf hress og gaman að fylgjast með því sem hún skrifar þegar hún nennir því.
Allt í rólegheitum þessa daga. Kristín mágkona mín fór heim til Bandaríkjanna í dag. Alltaf gaman að fá hana í heimsókn. Hún dustar svoldið rykið af mannskapnum hér á Íslandi með skemmtilegum umræðum um lífið og tilveruna.
Er í því þessa dagana að lagfæra netfangaskránna og nefndarlistann og myndasíðurnar af Léttsveitarkonum. Allt er þetta skýrast hverjar verða með og hverjar ekki og hverjar hafa fengið sér annað gemsanúmer eða nýtt netfang. John fær runurnar af pósti frá mér þessa dagana um breytingar alls konar og verður víst að láta sig hafa það að skrá þetta inn. Í staðinn lofa ég að vinna eitthvað í flokkuninni á byrja. Og við Ingibjörg erum í stöðugu listasambandi.
Var skelfing þreytt í gær og var alveg að sofna á Gospel æfingu en hresstist þegar líða tók á kvöldið. Horfði á Innlit/útlit og er alltaf glöð að geta hraðspólað yfir leiðinlega kafla. Þátturinn í gær var óvenjulega leiðinlegur og lítið spennandi. Finnst Frikki Wæsapel alveg glataður spyrjandi. Hann veður á súðum og svo allt í lagi bæ. Viðmælandinn kemst aldrei að fyrir yfirferðinni hjá honum. Þá er nú Vala Matt betri. Og Kormákur hennar Dunnu er alltaf með svoldið skemmtileg viðtöl, eiginlega ekkert frekar um innlit heldur bara svona almennt spjall um allt og ekkert. Helgi Pé er ennþá hálfþrútinn og krumpinn. Skárra að hlusta á hann en horfa og þá meina ég ekki að hlusta á hann syngja. Hef aldrei verið mikið Rió fan.
Nóg af bulli og ég er farin að vaða á súðum eins og Frikki Væs. Ætla að leggjast á minn tempur kodda og svífa inn í draumalandið svo ég verði klár í útburð eldsnemma í fyrrmálið....

fimmtudagur, september 18, 2003

Well, þá er sjötugs afmæli móður minnar afstaðið. Heppnaðist vel í alla staði og ég vona svo sannarlega að hún hafi verið ánægð. Ég var allaveg alsæl með afmælið. Maturinn fínn og Léttsveitin mín yndisleg eins og alltaf. Bæði Jóhanna og Alla mættu. Píanóið enn ekki búið að jafna sig að fá þvílíkan proffa eins og Öllu til að spila á sig. Ég vildi að ég gæti haft Léttsveitina hér í stofunni alla daga. Þá væri lífið eins gott og mögulegt væri. Hvar væri ég án Léttsveitarinnar.
Og í kvöld var hér kínverskur matur að hætti Shanghai og Kristín mágkona mín á tilfinningaflippi. Og hún tók eftir því að ég sagði við hana þegar hún talaði við mig í dag "Look forward seeing you". Elsku María. Hvar væri ég ef ég hefði ekki kynnst þér? Og hvað ég á eftir að sakna þín þegar þú flytur til Þýskalands. Þó þú gætir næstum verið dóttir mín hef ég lært svo mikið af þér. Eins og það að geta sagt við vini sína og ættingja að manni þyki vænt um þá. Þó ég eigi kannski langt í land með mömmu og pabba þá kemur þetta allt vonandi. My head is kind of spinning right now af rauðvíni, en annars hef ég það fínt. A little bit drunk en....

miðvikudagur, september 17, 2003

Það er aldeilis að maður er farinn að blogga aftur, bara tvisvar sama daginn. Reynda postast þetta ekki fyrr en eftir miðnætti og verður því ekki skrifað sama dag. Svona eins og þegar ég átti hana Petru mína. John var alveg viss um að hún myndi fæðast föstudaginn 13. sept. sem honum leist alls ekkert á - veit reyndar ekki af hverju - en hún fæddist tvær mínútur yfir tólf þann 14.
En það er eitthvað svo dásamlegt að vera byrjuð að syngja aftur. Kórastarfið hafið á fullu, eiginlega alveg blindfullu. Það er bara svo gaman. Og svo er bara að ráðast í það í fyrramálið eftir útburð að baka tvær dajmtertur og búa til Tiramisu fyrir matarboðið annað kvöld. Og finna út hvernig ég ætla að koma öllum fyrir við matarborðið og svo hvernig ég ætla að koma öllum þessum yndirlegu Léttsveitarkerlum sem ætla að koma og syngja fyrir Mömmu. En það er ekki nokkur ástæða til að vera að stressa sig yfir því. Þetta reddast allt einhvern veginn eins og það hefur alltaf gert. Algjör óþarfi að vera að gera of mikið mál úr einhverju sem verður ekkert mál. Og ég er meira að segja farin að hlakka svoldið til. Verður gaman að koma Mömmu aðeins á óvart með því að bjóða systkinum hennar og fá Létturnar til að syngja. Sérstaklega þar sem hún ætlaði ekki að gera neitt í tilefni dagsins, trúlega vegna þess að hún miklar það fyrir sér. En nú ætti ég að vera löngu lögst á koddann en ég ætla aðeins að hraðspóla yfir Innlit/útlit og kannski sofna ég bara yfir því...

þriðjudagur, september 16, 2003

Þá er ein afmælisveislan afstaðin og önnur brestur á á morgun. 12 ára afmæli Petru Kristínar var haldið hér á sunnudaginn. Við vorum að klára að mála, John kláraði loftið á efri ganginum fyrir hádegi á sunnudag. Ég ekki búin að baka muffinsin sem er algjört must í afmælisveislum hér. Þurfti náttúrlega að vakna eldsnemma á sunnudagsmorgun til að bera út og svo var ráðist í baksturinn. Bakaði tvær draumatertur Petru og eina Perutertu og auðvitað muffinsið. Allar þessar uppskriiftir eru á fjölskylduvefnum. Og svo nátturlega brauðréttinn fræga frá Auði frænku sem verður að vera í öllum veislum. Og nú er ég að humma fram af mér að taka almennilega til fyrir 70 ára afmæli mömmu á morgun. Þarf að baka allavega tvær dajmtertur fyrir það og búa svo til Tiramisu og vesla í matinn fyrir 20 manns.
Lenti í því gær að þurfa að keyra systur mína á Selfoss að ná í gömlu bíldrusluna hennar sem auðvitað þurfti að bila þegar hún sest upp í hann. Þessi bíll hefur aldrei verið til friðs, er og verður drusla. Vignir bróðir á hann reyndar núna og segir að það sé gott að keyra hann og svo kemur hann gokart bílnum í skottið. Það er ekki málið að ekki sé gott að keyra þennan bíl en hann hefur aldrei verið öðru vísi en bilandi sínkt og heilagt. Ég átti einu sinni Oldsmobile sem einnig bjó yfir þeim ágætum að vera gott að keyra hann en hann var líka svona bíldrusla. Var feginn þegar hann hvarf af heimilinu í hendur nýrra eigenda.
En sem sagt Selfoss ferðin gekk ljómandi vel og Jói maðurinn hennar Birnu gat sett alternatorinn og viftureimina á sinn stað í bílnum. Við systurnar ákváðum svo að kaupa þríkrossinn til að gefa mömmu í afmælisgjöf sem smáábót við veisluna sem við höldum fyrir hana. Ætluðum að kaupa hann í Kringlunni en þá kom í ljós að hann var rúmlega 2 þús. krónum dýrar hér í bænum en á Selfossi svo Jói var látinn kaupa hann þar. Svo þá er það úr sögunni og Birna kemur til með að fá þennan kross eftir daga mömmu. Mér finnst þríkrossinn voðalega sætur en fell ekkert alveg í stafi yfir honum. Er ekki mikil skartgripamanneskja. Má ég þá heldur biðja um að fá klukkuna sem Amma og Afi áttu. Já, klukkur er eitthvað sem ég er veik fyrir. Það er meira að segja klukka í þvottahúsinu.
Er búin að vera að vinna svoldið í byrja.is, flokka upp á nýtt, taka út flokka og bæta nýjum inn og svo stranda ég. Þetta er allt of flókið en það má ekki gefast upp. Þetta gengur þó hægt sé.
Og nú ætla ég að vinna svoldið í byrja og taka svo til. Hrund fékk bílinn í morgun og kemur heim um tvö og þá verð ég að vesla. John er á mínum bíl þar sem hann þurfti að sækja Kristínu systur sína út á flugvöll í morgun. Endalausir ættingjar frá útlöndum þessa dagana....

föstudagur, september 12, 2003

Mér finnst nú vera kominn tími til að blogga svoldið. Hef verið voðalega löt við það undanfarið enda nóg annað að gera eða allavega tel ég sjálfri mér trú um það. Nenni reyndar ekki að skrifa en læt mig hafa það. Stofan komin í þetta fína horf en nú verð ég víst að drífa í því á morgun að mála ganginn upp þar sem hann er í beinu framhaldi af stofunni. Er búin að taka tvo daga að reyna að ákveða hvaða lit ég ætla að hafa á græna veggnum sem mun ekki lengur fá að vera grænn. Er svona að komast að niðurstöðu með það og get því drifið í því að kaupa málningu á morgun og klára málið. Vínrautt eða bordórautt skal það vera. Kemur í ljós í fyrramálið þegar ég er komin í BYKO. Maðurinn í málningadeildinni skilur ekkert í þessari rugluðu konu sem alltaf er að koma og kaupa hina og þessa málninguna. En hann er voða sætur greyið og vill allt fyrir mig gera. Reyndi mikið að blanda fyrir mig bleika málningu sem ég ætlaði að hafa á stofunni en þegar heim var komið var hún eiginlega ekki bleik heldur obbolitið lilla og því endaði stofan í engum lit, þ.e. ljósgráum í tveimur útgáfum. Kemur vel út og ég er alsæl.
Birna systir er komin til landsins og við drifum í því að hringja í systkini Mömmu og bjóða þeim í mat á afmælisdaginn hennar. Hún veit ekkert af því að við ætlum að bjóða þeim og það verður svona smásurprice. Svo vona ég að ég geti komið henni aðeins meira á óvart með því að fá nokkrar Léttsveitarkonur til að syngja fyrir hana. Það er svona að skríða í land með það, Jóhanna búin að segja já og það eru alltaf einhverjar konur sem eru tilbúnar að syngja út um allan bæ ef þær hafa tíma. Já, hann er yndislegur þessi kór sem ég er í. Vetrarstarfið hafið af þvílíkum krafti, fengum fjögur eða fimm ný lög strax á fyrstu æfingu. Það verður fjör í vetur. Æfingabúðir framundan og gaman gaman. Það er bara eftir að vita hvaða náttúruhamfarir dynja yfir þegar við skellum okkur úr bænum.
En nú er ég að ganga ansi hart að mér í svefnleysi og verð eiginlega að druslast til að fara að sofa. Annars verð ég eins og útburður við útburðinn í fyrramálið. Petra vill endilega bera út á morgun. Er að safna peningum. John á afmæli á morgun og svo Petra á sunnudaginn. Og svo Mamma á sunnudaginn. Afi átti afmæli þann 18. sept. Allt fullt af meyjum í kringum mig og mér þykir þetta fólk bara allt alveg ágætt þó ég hafi aldrei þolað meyjur. En það er önnur saga.
Er búin að vera mjög dugleg að laga og breyta byrja.is en það verður margra mánaða vinna að búa til nýja flokka, taka aðra út og laga og bæta. En nýja lúkkuð virkar fínt og ég er farin að nota byrja miklu meira en áður. Þar sem browserinn opnast á byrja.is er auðveldara t.d. að leita í símaskránni þar beint og ýmislegt annað sem er að virka betur en áður. Svo þarf að fara að setja inn breytingar á Léttsveitinni þegar nýtt starfsár er framundan.
En nú er nóg komið. Augnlokin farin að verða verulega þung, þó reyndar ekki eins þung og áðan þegar var alveg að sofna. Ég vakna alltaf með reglulegu millibili þegar komið er fram yfir miðnætti. Þó að ég vakni rúmlega sex á morgnana dreg ég það í lengstu lög að fara að sofa á kvöldin. Aftur á móti á ég það til að sofna yfir sjónvarpinu sem ég gerði aldrei þegar ég svaf frameftir á morgnana. En það er ótrúlegt hvað verður mikið meira úr deginum þegar maður vaknar svona snemma, en á móti verður ekkert úr kvöldinu. Svo það er spurning, hvort er betra?
Og annað. Verð ég ekki að baka afmælisköku handa manninum mínum ...úff það sem á konur er lagt....

þriðjudagur, september 02, 2003

Almáttugur en sú mæða...
Ég var búin að skrifa hér heila ritgerð, ýtti óvart á post og cancel saving og allt út í veður og vind. Og nú nenni ég alls ekki að skrifa allt sem ég var búin að pikka hér.
Geri það síðar. Þarf að fá mér í svanganóruna, fara með stofugardínurnar í hreinsun. Arne hennar Maríu er að fara að mála fyrir mig stofuloftið og stofan því í rúst. Ætla að nota tækifærið í leiðinni og mála stofuna. Hún hefur ekki verið máluð siðan við fluttum hingað inn 1996 og því sannarlega kominn tími til að gera eitthvað í þeim málum. Þarf líka að mála gluggana en þeir hafa ekki verið teknir almennilega ever.
John í laxveiði og fjarri góðu gamni í að færa til húsgögn svo hægt sé að mála. Fer með bilinn minn í viðgerð á morgun. Hann hefur verið með óvirkar rúðuþurrkur í þrjár vikur. Frekar bagalegt þegar rignir. Nenni ekki að skrifa eftir að hafa týnt allri langlokunni sem ég var að enda við að skrifa....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter