mánudagur, september 29, 2003
Búin að vera voða dugleg undanfarna daga að stússast fyrir Bændasamtökin, Léttsveitina og Gospelsystur. Og svo auðvitað byrja.is sem er endalaust hægt að raða og flokka. Ég er búin að fara í gegnum svona 1/100 þessum flokkum. Stundum gengur ágætlega en stundum veit ég ekkert hvað ég er að gera. Ætlaði að skúra og ryksuga uppi, en nennti því svo ekki, en gekk allavega frá þvotti sem var í stöflum niðri. Og nú sé ég orðið í botninn á óhreinatauskörfunni en á ekki von á að sú sæla standi lengi. Er að fara í klippingu í fyrramálið, ef ég man eftir því. Svo þarf ég að druslast til að sækja miðana á Grease sem Jón og Inga gáfu John í afmælisgjöf. Petra vill láta mála herbergið sitt en mig langar til að taka ganginn niðri í gegn. Henda út teppunum og mála upp á nýtt og smíða hillur og borð. Kannski dríf ég í því einhvern daginn þegar vel liggur á mér.
Að öðru leyti geri ég ekki neitt...
Að öðru leyti geri ég ekki neitt...
Comments:
Skrifa ummæli