miðvikudagur, september 17, 2003
Það er aldeilis að maður er farinn að blogga aftur, bara tvisvar sama daginn. Reynda postast þetta ekki fyrr en eftir miðnætti og verður því ekki skrifað sama dag. Svona eins og þegar ég átti hana Petru mína. John var alveg viss um að hún myndi fæðast föstudaginn 13. sept. sem honum leist alls ekkert á - veit reyndar ekki af hverju - en hún fæddist tvær mínútur yfir tólf þann 14.
En það er eitthvað svo dásamlegt að vera byrjuð að syngja aftur. Kórastarfið hafið á fullu, eiginlega alveg blindfullu. Það er bara svo gaman. Og svo er bara að ráðast í það í fyrramálið eftir útburð að baka tvær dajmtertur og búa til Tiramisu fyrir matarboðið annað kvöld. Og finna út hvernig ég ætla að koma öllum fyrir við matarborðið og svo hvernig ég ætla að koma öllum þessum yndirlegu Léttsveitarkerlum sem ætla að koma og syngja fyrir Mömmu. En það er ekki nokkur ástæða til að vera að stressa sig yfir því. Þetta reddast allt einhvern veginn eins og það hefur alltaf gert. Algjör óþarfi að vera að gera of mikið mál úr einhverju sem verður ekkert mál. Og ég er meira að segja farin að hlakka svoldið til. Verður gaman að koma Mömmu aðeins á óvart með því að bjóða systkinum hennar og fá Létturnar til að syngja. Sérstaklega þar sem hún ætlaði ekki að gera neitt í tilefni dagsins, trúlega vegna þess að hún miklar það fyrir sér. En nú ætti ég að vera löngu lögst á koddann en ég ætla aðeins að hraðspóla yfir Innlit/útlit og kannski sofna ég bara yfir því...
En það er eitthvað svo dásamlegt að vera byrjuð að syngja aftur. Kórastarfið hafið á fullu, eiginlega alveg blindfullu. Það er bara svo gaman. Og svo er bara að ráðast í það í fyrramálið eftir útburð að baka tvær dajmtertur og búa til Tiramisu fyrir matarboðið annað kvöld. Og finna út hvernig ég ætla að koma öllum fyrir við matarborðið og svo hvernig ég ætla að koma öllum þessum yndirlegu Léttsveitarkerlum sem ætla að koma og syngja fyrir Mömmu. En það er ekki nokkur ástæða til að vera að stressa sig yfir því. Þetta reddast allt einhvern veginn eins og það hefur alltaf gert. Algjör óþarfi að vera að gera of mikið mál úr einhverju sem verður ekkert mál. Og ég er meira að segja farin að hlakka svoldið til. Verður gaman að koma Mömmu aðeins á óvart með því að bjóða systkinum hennar og fá Létturnar til að syngja. Sérstaklega þar sem hún ætlaði ekki að gera neitt í tilefni dagsins, trúlega vegna þess að hún miklar það fyrir sér. En nú ætti ég að vera löngu lögst á koddann en ég ætla aðeins að hraðspóla yfir Innlit/útlit og kannski sofna ég bara yfir því...
Comments:
Skrifa ummæli