<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 25, 2003

Ég er ekki alveg að muna eftir því að skrifa á þetta blogg. Mér finnst voðalega gaman að lesa annarra manna blogg, Jóhanna alltaf hress og gaman að fylgjast með því sem hún skrifar þegar hún nennir því.
Allt í rólegheitum þessa daga. Kristín mágkona mín fór heim til Bandaríkjanna í dag. Alltaf gaman að fá hana í heimsókn. Hún dustar svoldið rykið af mannskapnum hér á Íslandi með skemmtilegum umræðum um lífið og tilveruna.
Er í því þessa dagana að lagfæra netfangaskránna og nefndarlistann og myndasíðurnar af Léttsveitarkonum. Allt er þetta skýrast hverjar verða með og hverjar ekki og hverjar hafa fengið sér annað gemsanúmer eða nýtt netfang. John fær runurnar af pósti frá mér þessa dagana um breytingar alls konar og verður víst að láta sig hafa það að skrá þetta inn. Í staðinn lofa ég að vinna eitthvað í flokkuninni á byrja. Og við Ingibjörg erum í stöðugu listasambandi.
Var skelfing þreytt í gær og var alveg að sofna á Gospel æfingu en hresstist þegar líða tók á kvöldið. Horfði á Innlit/útlit og er alltaf glöð að geta hraðspólað yfir leiðinlega kafla. Þátturinn í gær var óvenjulega leiðinlegur og lítið spennandi. Finnst Frikki Wæsapel alveg glataður spyrjandi. Hann veður á súðum og svo allt í lagi bæ. Viðmælandinn kemst aldrei að fyrir yfirferðinni hjá honum. Þá er nú Vala Matt betri. Og Kormákur hennar Dunnu er alltaf með svoldið skemmtileg viðtöl, eiginlega ekkert frekar um innlit heldur bara svona almennt spjall um allt og ekkert. Helgi Pé er ennþá hálfþrútinn og krumpinn. Skárra að hlusta á hann en horfa og þá meina ég ekki að hlusta á hann syngja. Hef aldrei verið mikið Rió fan.
Nóg af bulli og ég er farin að vaða á súðum eins og Frikki Væs. Ætla að leggjast á minn tempur kodda og svífa inn í draumalandið svo ég verði klár í útburð eldsnemma í fyrrmálið....
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter