<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, september 26, 2003

Ég er þreytt og illt í augunum. Skil ekki af hverju. Trúlega af því að sitja of lengi við tölvuna. Kötturinn breima og er að gera alla vitlausa á heimilinu. Vekur Petru á nóttunni með þessu væli sem minnir helst á ungbarn sem grætur. Hvað geta kettir eiginlega verið lengi í þessu ástandi. Alla síðustu viku ef ekki tvær síðustu vikur hafa verið hér sveimandi fresskettir af öllum stærðum og gerðum og nú þegar læðuanginn sýnir merki þess að hafa áhuga hverfa þeir á braut. Er þetta ekki týpískt fyrir karlkynið. Eru hvergi nærri þegar mest þarf á þeim að halda. Nei, ég segi nú bara svona. Óska þess eins að kisuanginn fái það og hætti þessu breimiríi.
Gladdi Goddamenn með því að mæta ýmsum sauna fylgihlutum inn á vefinn þeirra. Að öðru leyti hef ég leiðrétt nokkrar villur sem slæddust inn á Léttsveitarvefinn og skráði fullt af nýjum síðum á byrja.is. Og nú byrjar kattarfjandinn aftur og ég hendi henni í þvottahúsið þar sem hún getur vælt í nótt þó trúlega veki hún Hrund. En það er samt ekkert rosalega mikil hætta á því að Hrund vakni þegar hún er loksins sofnuð. Það sefur enginn eins fast og hún. Og ég ætti að koma mér í svefn áður en ég verð stjarfari en ég er nú þegar....
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter