föstudagur, september 12, 2003
Mér finnst nú vera kominn tími til að blogga svoldið. Hef verið voðalega löt við það undanfarið enda nóg annað að gera eða allavega tel ég sjálfri mér trú um það. Nenni reyndar ekki að skrifa en læt mig hafa það. Stofan komin í þetta fína horf en nú verð ég víst að drífa í því á morgun að mála ganginn upp þar sem hann er í beinu framhaldi af stofunni. Er búin að taka tvo daga að reyna að ákveða hvaða lit ég ætla að hafa á græna veggnum sem mun ekki lengur fá að vera grænn. Er svona að komast að niðurstöðu með það og get því drifið í því að kaupa málningu á morgun og klára málið. Vínrautt eða bordórautt skal það vera. Kemur í ljós í fyrramálið þegar ég er komin í BYKO. Maðurinn í málningadeildinni skilur ekkert í þessari rugluðu konu sem alltaf er að koma og kaupa hina og þessa málninguna. En hann er voða sætur greyið og vill allt fyrir mig gera. Reyndi mikið að blanda fyrir mig bleika málningu sem ég ætlaði að hafa á stofunni en þegar heim var komið var hún eiginlega ekki bleik heldur obbolitið lilla og því endaði stofan í engum lit, þ.e. ljósgráum í tveimur útgáfum. Kemur vel út og ég er alsæl.
Birna systir er komin til landsins og við drifum í því að hringja í systkini Mömmu og bjóða þeim í mat á afmælisdaginn hennar. Hún veit ekkert af því að við ætlum að bjóða þeim og það verður svona smásurprice. Svo vona ég að ég geti komið henni aðeins meira á óvart með því að fá nokkrar Léttsveitarkonur til að syngja fyrir hana. Það er svona að skríða í land með það, Jóhanna búin að segja já og það eru alltaf einhverjar konur sem eru tilbúnar að syngja út um allan bæ ef þær hafa tíma. Já, hann er yndislegur þessi kór sem ég er í. Vetrarstarfið hafið af þvílíkum krafti, fengum fjögur eða fimm ný lög strax á fyrstu æfingu. Það verður fjör í vetur. Æfingabúðir framundan og gaman gaman. Það er bara eftir að vita hvaða náttúruhamfarir dynja yfir þegar við skellum okkur úr bænum.
En nú er ég að ganga ansi hart að mér í svefnleysi og verð eiginlega að druslast til að fara að sofa. Annars verð ég eins og útburður við útburðinn í fyrramálið. Petra vill endilega bera út á morgun. Er að safna peningum. John á afmæli á morgun og svo Petra á sunnudaginn. Og svo Mamma á sunnudaginn. Afi átti afmæli þann 18. sept. Allt fullt af meyjum í kringum mig og mér þykir þetta fólk bara allt alveg ágætt þó ég hafi aldrei þolað meyjur. En það er önnur saga.
Er búin að vera mjög dugleg að laga og breyta byrja.is en það verður margra mánaða vinna að búa til nýja flokka, taka aðra út og laga og bæta. En nýja lúkkuð virkar fínt og ég er farin að nota byrja miklu meira en áður. Þar sem browserinn opnast á byrja.is er auðveldara t.d. að leita í símaskránni þar beint og ýmislegt annað sem er að virka betur en áður. Svo þarf að fara að setja inn breytingar á Léttsveitinni þegar nýtt starfsár er framundan.
En nú er nóg komið. Augnlokin farin að verða verulega þung, þó reyndar ekki eins þung og áðan þegar var alveg að sofna. Ég vakna alltaf með reglulegu millibili þegar komið er fram yfir miðnætti. Þó að ég vakni rúmlega sex á morgnana dreg ég það í lengstu lög að fara að sofa á kvöldin. Aftur á móti á ég það til að sofna yfir sjónvarpinu sem ég gerði aldrei þegar ég svaf frameftir á morgnana. En það er ótrúlegt hvað verður mikið meira úr deginum þegar maður vaknar svona snemma, en á móti verður ekkert úr kvöldinu. Svo það er spurning, hvort er betra?
Og annað. Verð ég ekki að baka afmælisköku handa manninum mínum ...úff það sem á konur er lagt....
Birna systir er komin til landsins og við drifum í því að hringja í systkini Mömmu og bjóða þeim í mat á afmælisdaginn hennar. Hún veit ekkert af því að við ætlum að bjóða þeim og það verður svona smásurprice. Svo vona ég að ég geti komið henni aðeins meira á óvart með því að fá nokkrar Léttsveitarkonur til að syngja fyrir hana. Það er svona að skríða í land með það, Jóhanna búin að segja já og það eru alltaf einhverjar konur sem eru tilbúnar að syngja út um allan bæ ef þær hafa tíma. Já, hann er yndislegur þessi kór sem ég er í. Vetrarstarfið hafið af þvílíkum krafti, fengum fjögur eða fimm ný lög strax á fyrstu æfingu. Það verður fjör í vetur. Æfingabúðir framundan og gaman gaman. Það er bara eftir að vita hvaða náttúruhamfarir dynja yfir þegar við skellum okkur úr bænum.
En nú er ég að ganga ansi hart að mér í svefnleysi og verð eiginlega að druslast til að fara að sofa. Annars verð ég eins og útburður við útburðinn í fyrramálið. Petra vill endilega bera út á morgun. Er að safna peningum. John á afmæli á morgun og svo Petra á sunnudaginn. Og svo Mamma á sunnudaginn. Afi átti afmæli þann 18. sept. Allt fullt af meyjum í kringum mig og mér þykir þetta fólk bara allt alveg ágætt þó ég hafi aldrei þolað meyjur. En það er önnur saga.
Er búin að vera mjög dugleg að laga og breyta byrja.is en það verður margra mánaða vinna að búa til nýja flokka, taka aðra út og laga og bæta. En nýja lúkkuð virkar fínt og ég er farin að nota byrja miklu meira en áður. Þar sem browserinn opnast á byrja.is er auðveldara t.d. að leita í símaskránni þar beint og ýmislegt annað sem er að virka betur en áður. Svo þarf að fara að setja inn breytingar á Léttsveitinni þegar nýtt starfsár er framundan.
En nú er nóg komið. Augnlokin farin að verða verulega þung, þó reyndar ekki eins þung og áðan þegar var alveg að sofna. Ég vakna alltaf með reglulegu millibili þegar komið er fram yfir miðnætti. Þó að ég vakni rúmlega sex á morgnana dreg ég það í lengstu lög að fara að sofa á kvöldin. Aftur á móti á ég það til að sofna yfir sjónvarpinu sem ég gerði aldrei þegar ég svaf frameftir á morgnana. En það er ótrúlegt hvað verður mikið meira úr deginum þegar maður vaknar svona snemma, en á móti verður ekkert úr kvöldinu. Svo það er spurning, hvort er betra?
Og annað. Verð ég ekki að baka afmælisköku handa manninum mínum ...úff það sem á konur er lagt....
Comments:
Skrifa ummæli