<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 31, 2003

Almáttugur hvað ég verð pirruð á því þegar ég týni því sem ég er búin að skrifa. Er búin að skrifa tvisvar sinnum heil ósköp en svo hverfur það eitthvað og ég finn það ekki aftur. Óþolandi. Og nú er ég búin að fá útrás þó að enginn sjái það...reyni aftur seinna i dag þegar ég fæ aftur andann yfir mig...

fimmtudagur, október 30, 2003

Nenni ekki að laga þetta brenglaða blogg, tek það bara út við tækifæri. Hér var vinahópsdagur í gær hjá Tristani. Fórum með krakkana í Sorpu með flöskur, dagblöð og fernur og þau fengu að vita hvað væri gert úr þessum hlutum, allavega hinum ýmsustu gosflöskutegundum. Svo fórum við í bakaríið hjá Hrund og keyptum andabrauð og gáfum svo öndunum í Kópavogslæknum. Síðan hingað heim og étið á sig gat af snúðum og þá var byrjað að snjóa þannig að síðasta klukkutímanum var eytt úti í snjónum og krakkarnir bjuggu til lítinn snjókarl. Held að allir hafi skemmt sér ágætlega.
Var að enda við að þrífa baðið en ekki veitti af að þrífa stofuna. Hér er algjört gluggaveður og þá sér maður rykið og skítinn allsstaðar.
Elsku María mín og Arne fóru til Þýskalands í morgun. Þau voru bæði orðin yfirkeyrð, svefnlaus og úrvinda. Vona að þau hafi vit á því að slappa af í 1-2 daga í Þýskalandi áður en þau fara að keyra til Danmerkur og heimsækja vini og kunningja. Það er ráð eftir þessa brjáluðu törn hér heima að sofa og kúra og kynnast hvort öðru á nýjan leik. Ég held að ég leggi aldrei í það að flytja úr landi eftir að fylgjast með þeim. Heima er best og ég er nokkuð viss um að einhvers staðar annars staðar er ekkert betra líf fyrir mig. En auðvitað finnst mér að fólk eigi að prófa svona ef það langar til. Sakna Maríu nú þegar og fékk tár í augun og kökk í hálsinn þegar við sögðum bless. Vona að Þýskaland standi undir væntingum og að þeim líði vel þó ég vildi gjarnan fá þau heim aftur sem fyrst.
Mig langar svo að taka alls konar hluti í gegn hér á heimilinu. Forstofan er mig lifandi að drepa. Ópraktísk og alltaf skór og föt út um öll gólf. Langar til að mála og endurskipa forstofuna. Og svo er það gangurinn niðri. Hann er hryllingur. Ætla að fara í það næstu daga að henda út teppinu af stiganum og reyna að ná þessu ljóta filtteppi sem þar er undir af. Tekur trúlega tímann sinn. Láta smíða hillur undir vídeóspólur og mála. Mig langar líka að láta sprauta hurðarnar á svefnherbergisskápunum og setja nýtt á gólfið þar. Og það er ekki nóg með að mig langi til að laga og breyta hér innandyra heldur langar mig líka í bílskúr og glerhýsi út úr eldhúsinu og borðstofunni. En það er á langtímaplani. Kannski vinn ég í lottóinu ef ég byrja að spila með!
En nú þarf að ég að fá mér eitthvað að borða og fara í sturtu. Er að fara í söngtíma upp úr sex og svo er matarsaumaklúbbur hjá Möggu Hrefnu annað kvöld.
Krakkarnir í vetrarfríi og alles ég veit ekki þangað til hvenær...

miðvikudagur, október 29, 2003

Tóm steypa í gangi með stafina...þoli ekki þegar þetta gerist...Nú virðist þetta vera komið í lag og ég laga póstinn frá því fyrr í dag þegar ég nenni...
Út með þessa vitleysu...

þriðjudagur, október 28, 2003

Jís hvað ég þoli ekki þegar ég get ekki eitthvað sem ég ætla mér að geta. Þarf að læra á Image Ready en nenni ekki að lesa allt þetta lesmál um hvernig ég á að gera hlutina. En nóg um það. Sit hér yfir tölvunni í stað þess að gera eitthvað af viti. María hérna við hliðina á mér að gera ennþá leiðinlegra en ég, þ.e. skrá niður og flokka það sem er í kössum sem eiga að fara til Þýskalands. Ekki mjög skemmtilegt. Búin að vera að hlusta á Clay Aiken my favorit úr amerísku idol keppninni. Bíð eftir að platan hans komi út svo ég geti hlustað á hann í almennilegum græjum.
Fór í fyrsta ítölsku tímann í gær og lærði bara ótrúlega mikið, allavega chiao, buena sera og arrividerci.
Er að reyna að muna hvort ég ætlaði að gera eitthvað á fimmtudaginn en trúlega var það ekkert. Ætlaði að vera með vinahóp fyrir Tristan en er búin að færa hann yfir á morgundaginn so...

mánudagur, október 27, 2003

Venjulegur mánudagur. En ítalska í kvöld. Hlakka til. Helgin búin að vera róleg og næs. Fór á kattasýningu með Petru á laugardaginn. Þar var kisa sem var svo döpur af því að hún á ekkert heimili. Hef aldrei séð kött svona dapran. Það lá við að ég tæki hana heim með mér. Fór seint að sofa á laugardagskvöldið og var rétt að sofna þegar Petra vakti mig og okkar kattarangi var að missa kettlinga sem hún var aðeins gengið 4vikur með. Það tók um tvö tíma fyrir greyið að koma þessu frá sér. Kisan er rosalega háð Petru og vældi mikið þegar ég sagði Petru að leggja sig í mínu rúmi. Veit ekki af hverju kisugreyið lendir í því fyrst að fæða einn dauðan kettling og missa svo aftur þegar hún er gengin svona stutt. En hún er fljót að jafna sig greyið þó ég viti náttúrlega ekkert hvernig henni líður svona inn í sér.
Nú eru Tristan og Katrín að jafna sig á flensunni og þá er Petra orðin lasin. Hún er óttalega lítil og með hita og beinverki og sefur bara og sefur sem er eiginlega best að gera við svona aðstæður. Ég er ennþá hálfundanleg í maganum og röddin ekki alveg komin en er samt öll að skríða saman. Hitaköstin mín eru held ég ekki flensutengd.
Og nú þarf ég að ganga frá þvotti og gera eitthvað af viti...

sunnudagur, október 26, 2003

Jæja og já. Þá er ég enn og aftur orðin gift kona. Skrítið en þó ekki. Eftir athöfnina hjá sýslumanni komum við hingað heim og skáluðum í kampavíni og borðuðum súkkulaðiköku. Hrund fór svo með börnin í keilu og út að borða á pizza hut. Við hin nýgiftu fórum svo út að borða með svaramönnunum okkar Maríu og Arne á Austur Indía og borðuðum yfir okkur af gómsætum indverskum mat sem er uppáhald John´s en ekki beinlínis hátt skrifað hjá Arne. Ræddum um heima og geima fórum svo heim og horfðum á Idol. María og Arne eru hér með annan fótinn þar til þau flytja til Þýskalands. María og John sofnuðu bæði yfir idolinu og svo var sofið langt fram á næsta dag eftir "ágætis" brúðkaupsnótt. Að vísu létum við Katrínu sofa á milli okkar megnið af nóttinni þar hún var með hita og flensu og einhvern veginn líður mér betur að hafa börnin mín nálægt með þegar þau eru veik. En sem sagt dagurinn var yndislegur og það rigndi hressilega rétt fyrir athöfn og eftir hana og það á víst að boða gæfu og hamingju í hjónabandi. Ekki verra að vita það. Og maðurinn minn er ótrúlega sexí með hring! Hann er nefnilega aldrei með úr eða skartgripi á sér. Sagði honum að það væri miklu betra að hann fiktaði í hringnum en að bora í nefið. Hann á það nefnilega til þegar hann heldur að enginn sjái til.(Mynd af okkur)
Nú nenni ég ekki að skrifa meira. Ætla að horfa á maður á mann...


föstudagur, október 24, 2003

Í dag gerðist það sem ég átti ekki von á að gerðist í bráð. Við John fórum til sýslumanns og létum pússa okkur saman svo nú erum við loks orðin hjón!! Stutt og krúttleg athöfn að okkar hætti...Og nú er bara að fíla daginn...
Well, well, well. Og svo ætti ég ekki að segja meira. Í dag er síðasti dagur sumarsins því fyrsti vetrardagur er á morgun.
Í dag eru líka liðin einhver 27 ára eða svo síðan konur tóku sér frí í vinnunni og þyrpust út á götur Reykjavíkur og kröfðust þess tekið yrði mark á þeim. Sem sagt kvennafrídagurinn heimsfrægi.
Og nú hafa femínistar lagt undir sig þennan dag og nú eiga konur að krefjast 14% launahækkunar. Sem sagt bleikur dagur í dag.
Ekki er að sama skapi hægt að segja að algjört jafnrétti ríki á milli kynjanna þó 27 ár séu liðin frá þessum heimsfræga kvennafrídegi. Karlar að vísu komnir með fæðingarorlof og á það víst að teljast jafnrétti. Mér fyndist nú nær að konur sem eru ganga með og ala af sér blessuð börnin ættu heldur að fá lengra fæðingarorlof. Eftir hvað eru karlagreyin svona þreyttir að þeir þurfi fæðingarorlof. Ég skil svo sem alveg að þeir vilji taka þátt í uppeldi barna sinna en give me a brake. Sérstakt fæðingarorlof fyrir karla. Í mínum huga fáránlegt og skil þetta ekki alveg...en það er trúlega bara af því að ég er kona og er svo vitlaus að halda að karlmenn þurfi ekki að hvíla sig eftir barnsburð.
Svo er þessi dagur merkilegur fyrir það að í dag var síðasti útburðardagur Fréttablaðsins. No, nei, never, no more! Allir algjörlega búnir að fá upp í kok á því að vera útburðir.
Svo eru í dag liðin 13 ár síðan við John byrjuðum saman. Ótrúlegt en satt. Ég held að við ættum að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins...

fimmtudagur, október 23, 2003

Ég verð að taka mig saman í andlitinu og gera eitthvað af viti í dag. Nenni ekki að liggja svona í bælinu með flensu og sofa út í eitt. Þarf að gera ýmislegt í dag fyrir morgundaginn og ætla kannski að reyna að mæta á raddæfingu þó ég hnerri út í eitt. Þarf bara að komast út undir bert loft. Jóhanna komin í netsamband aftur en ekki farin að blogga ennþá. Og nú á að fara að æfa jólalögin á fullu. Mér finnst að fleiri Léttur ættu að fara að blogga. Þetta er svo auðvelt og voðalega skemmtilegt að lesa annarra manna blogg. Bara að fara inn á www.blogger.com skrá sig þar og byrja að bulla út í eitt.
Börnin eru öll að fara til tannsa í dag. Pabbi hringdi hér í gærkvöldi og vantaði John til að hjálpa sér að setja nagladekkin undir bílinn hjá sér. Hann hefur nákvæmlega engan tíma í það en ætlar þó að reyna að bjarga karlinum. Ég sagði honum að John hefði engan tíma en hann kom inn hjá mér samviskubiti yfir tímaleysi og ég þoli það ekki. Þau eru að fara norður í land eða eitthvað á laugardaginn og mamma vildi fá nagladekkin undir. Ráðlagði honum að fara með bílinn á dekkjaverkstæði en það er svo dýrt. Það er sem sagt ekkert dýrt að John taki sér frí í vinnunni til að hjálpa honum! Einhvern veginn held ég að John hljóti að vera með hærra tímakaup en menn á dekkjaverkstæði en pabbi hugsar ekkert út í það. Það á bara að hlaupa upp til handa og fóta af því að mömmu dettur það í hug að fá dekkin undir bílinn eigi síðar en núna. Auðvitað skil ég það svo sem ágætlega að þau vilji vera á nagladekkjum ef þau eru að fara norður en samt....
Vignir bróðir er náttúrlega upptekinn sem er ekkert skrítið. Hann er í fullri vinnu að fljúga og er svo í fullum skóla í Háskólanum í Reykjavík. Ég veit ekki hvernig hann fær þetta til að ganga upp en hann er ungur og hraustur og getur það sem hann vill. Oh, þessi fjölskylda manns getur stundum gert manni lífið leitt...
En nóg um röfl. Ég á von á því að John geri þetta fyrir tengdó þó hann megi alls ekki vera að því.
Nú ætla ég í sturtu og skola af mér veikindaslenið, fara út og bera inn svunturnar og gera ýmislegt annað. Á morgun föstudagurinn 24. október....

miðvikudagur, október 22, 2003

Púff, ég er skárri í dag en í gær en samt ekki eins og ég á að mér að vera. Mætti ekki á kóræfingu í gær heldur lág hér í sófanum með hana Katrínu mína sem er með einhverja pest líka. Bílinn fullur af Léttsveitarsvuntum og ég nenni ekki að bera þá hér inn. Vonast til að koma þeim eitthvað annað í geymslu við fyrsta tækifæri. Held að Ingibjörg ætli að reyna að geyma þetta hjá sér en hún er líka með flensu. Margrét formaður nýkomin og á leiðinni til Kína á föstudaginn. En allt reddast þetta örugglega að lokum.
Er ekki enn búin að jafna mig á því hvað Grease var ömulegt. Alveg agalegt að eyða 18.900 kr. í svona handónýta sýningu. Hefði betur valið eitthvað annað leikrit til að fara á með alla fjölskylduna. En ég er nokkuð ákveðin í að sjá Dýrin í Hálsaskógi ef maður fær einhvern tímann miða. Það er ótrúlegt að enginn hafi skrifað um þessa Grease sýningu, hvað hún er algjörlega misheppnuð og alltaf er uppselt. Aumingja fólkið sem á eftir að fara á þessa hörmung.
Nú ætla ég að setjast niður í veikindum mínum og dekra aðeins við sjálfa mig. Setja á mig maska og lita á mér augabrúnirnar. Og sinna Katrínu sem virðist nú samt ágætlega hress, en er með hálsbólgu en losnar við beinverkina og hitann að mestu.
Svo ætlaði ég að svara Sigrúnu í kommentinu og kann svo ekkert að gera það. Þýðir lítið að vera að hvetja fólk til að tjá sig og vita svo ekkert hvernig þetta virkar sjálf. Asninn ég...

þriðjudagur, október 21, 2003

Ég er með flensu og ég þoli það ekki. Nenni ekki að vera veik. Verð yfirleitt aldrei veik og nú ét ég tylonol í massavís til að losna við beinverki og slen. Þarf að skreppa upp í marg smátt og ná í svunturnar. Veit ekki alveg hvar á að koma öllum þessum svuntum fyrir en það hlýtur að vera hægt að koma þeim fyrir einhvers staðar.
Ætla að sleppa Ólafsvíkurferð með Gospelsystrum á laugardaginn. Mikið og merkilegt að gera á föstudaginn og ætla að eyða laugardeginum öðru vísi og kannski reyna að druslast til að syngja með Léttsveitinni hjá Oddfellowum. Held að ég taki mér frí fram yfir áramót hjá Gospel og sé svo til eftir áramótin hvort ég held áfram.
Hlakka til að byrja á ítölskunámskeiði næsta mánudag. Kominn tími til að læra eitthvað nýtt tungumál og ætli maður þurfi svo ekki líka að reyna að rifja aðeins upp þýskuna ef ég heimsæki Maríu til Þýskalands. Ég var nú svo sem aldrei sleip í þýsku en skil eitthvað pínupons en held að ég tali hana nú ekki.
Og svo fór ég á Grease í gær með alla fjölskylduna. Sá sýninguna með Selmu og Rúnari og hún var svona la la, en þessi sýning var algjör hörmung. Ærandi hávaði og leikurinn hreint út sagt hryllingur. Algjört veist of moný. En stelpunum fannst gaman, Tristani sæmilegt og þá er þetta kannski í lagi. En ég var svo sannarlega ekki hrifin og fer aldrei á Grease aftur hversu oft sem það verður sett upp. Mæli ekki með þessari sýningu við nokkurn mann.
En nú verð ég að setja á mig andlit og fara í föt og fara upp í margt smátt. Ég vona að heilsan fari að skána. Nenni ekki að vera svona...

mánudagur, október 20, 2003

Úff, ég held að ég sé að fá flensu. Eða þá að ég er bara svona lengi að jafna mig eftir æfingabúðirnar um helgina. Svaf í sófanum megnið af deginum í gær og allt of lengi í morgun. John bar út Fréttablaðið þar sem hann var alveg með á hreinu að ég hefði farið mjög seint að sofa og vildi ekki vekja mig. Æ, hann er stundum svo hugulsamur þessi elska.
Aftur á móti fór allt í háaloft í morgun þegar krakkarnir voru nánast orðnir of seinir í skólann. Þá held ég að John hafi verið of lengi að lesa moggann og gleymt sér og svo þarf allt í einu að drífa sig og börnin mín sækja það til föður síns að geta alls ekki flýtt sér, allavega ekki hún Katrín mín sem er óttalegur sleði á morgnana. En það hafðist svo að koma liðinu út og eftir það svaf ég áfram á mitt græna eyra til ellefnu eða eitthvað.
Þessar æfingabúðir voru æðislegar. Jóhanna og Alla geisluðu báðar tvær og sendu frá sér ótrúlega jákvæða orku sem ég held að við höfum allar fundið fyrir. Laugardagskvöldið var einstaklega skemmtilegt og við kunnum svo sannarlega að skemmta okkur með hvorri annarri. Sem sagt ótrúlega gefandi og kærleiksríkar æfingabúðir.
Og núna verða ég að reyna að taka til í kringum mig. Þó að fjölskyldan sé öll af vilja gerð til að halda þessu húsi hreinu gengur það mjög illa þegar ég er ekki á staðnum. Hrund mætti reyndar vera svoldið duglegri að þrífa þó ekki væri nema í kjallarnum þar sem hún hefur hreiðrað um sig. Það er löngu kominn tími á að hún flytji að heiman og sjái um sig sjálf. En það er greinilega allt of gott að vera á Hótel Mömmu þar sem allt er gert fyrir mann.
Er á leið á Grease í kvöld með hele familien, þ.e. ef ég gleymi því ekki þegar líður á daginn. Ætla reyna að hressast og gera eitthvað af viti...

föstudagur, október 17, 2003

Nú er ég hætt að reyna að telja mér trú um að útburðarstörf séu fyrir mig og mína. Almáttugur hvað þetta er leiðinlegt. Og nú er ein vika eftir af Fréttablaðinu og svo aldrei meir. Bar út með Petru í gær fyrir Póstdreifingu og það var sko einum of. Labba allt Kársnesið fram og til baka með 355 blöð. I don´t think so. Og nú er ég endanlega sannfærð um að ég nenni þessu ekki.
Og nú eru æfingabúðirnar að skella á og ég á engin föt!!. Eins og það skipti einhverju máli. Við Maríu förum að versla eftir hádegið fyrir okkar hús. Og ég þarf að pakka og ætla að reyna að vera ekki með fulla tösku af fötum sem ég nota ekki. Bara rétt til skiptanna og ekkert vesen. Málið er að föt skipta mig engu máli lengur. Ég bara fer í þau og pæli ekkert í því hvernig ég lít út í þeim. Svona soldið eins og sagan hennar Bimbu um konuna með fjólubláa hattinn.

Happy weekend and remember go out there and enjoy being women !!

BEAUTIFUL WOMEN

Age 3: She looks at herself and sees a Queen.

Age 8: She looks at herself and sees Cinderella.

Age 15: She looks at herself and sees an Ugly Sister (Mum I can't go to
school looking like this!)

Age 20: She looks at herself and sees "too fat/too thin, too short/too
tall, too straight/too curly"- but decides she's going out anyway.

Age 30: She looks at herself and sees "too fat/too thin, too short/too
tall, too straight/too curly" - but decides she doesn't have time to fix
it so she's going out anyway.

Age 40: She looks at herself and sees "too fat/too thin, too short/too
tall, too straight/too curly" - but says, "At least, I am "clean" and
goes out anyway.

Age 50: She looks at herself and sees "I am" and goes wherever she wants
to go.


Age 60: She looks at herself and reminds herself of all the people who
can't even see themselves in the mirror anymore. Goes out and conquers
the world.

Age 70: She looks at herself & sees wisdom, laughter and ability, goes
out and enjoys life.

Age 80: Doesn't bother to look. Just puts on a purple hat and goes out
to have fun with the world.


Og nú drusla ég mér í sturtu og geri það sem þarf að gera áður en María kemur...

fimmtudagur, október 16, 2003

Jís, hvað ég er orðin þreytt á þessu Fréttablaði. Nenni ekki þessu innstimpliveseni og ætla að segja þessu blaðadrasli upp í dag. Einnar viku uppsagnafrestur og ég verð skelfing fegin þegar þessari vitleysu er lokið. Svo er verið að bjóða blaðburðarfólki í leikhús á Erling. Meiri partur þeirra sem bera þetta blað út eru börn og ég held ekki að þetta leikrit sé fyrir börn. Um einhverja tvö vesalinga sem hafa farið halloka í lífinu. Og konan sem hringdi sagði að leikritið héti Erland. Ég hef ekkert á móti útlendingum en ég læt það pirra mig þegar fólk er nærri óskiljanlegt þegar það er að tala íslensku. Mér finnst allavega lágmarkið að fólk sem starfar við úthringingar sé sæmilega talandi á íslensku og maður þurfi ekki að stafa það sem segir ofan í það. Svipað eins og þegar maður pantar pizzu á Devitos. Þá veit maður ekkert hvort viðkomandi hefur skilið það sem maður er að segja. Og það er voðalega erfitt að láta útlendinga skilja þegar maður segir Hlégerði. Það segir á móti lagerdi og haldgerdi og guð má vita hvað. Og eins og ég sagði áður þá hef ég ekkert á móti útlendingum, bý meira að segja með einum, en ég þoli ekki að þurfa túlk í mínu eigin landi.
Nóg um þetta útlendingaraus í mér.
Petra mín er að fara í samræmt próf á eftir og ég held að ég sé stressaðri en hún. Að vísu hef ég nú aldrei þurft að hafa áhyggjur af þessum börnum mínum hvað skólann varðar. Petra á það að vísu til að læra ekki heima og hún hefur alltaf gert heimalærdóminn á mettíma. En þetta er víst bara hún. Snögg að öllu sem hún nennir ekki að gera. En þessi blessuðu börn mín eru öll alveg sæmilega vel gefin og þarf lítið fyrir þeim að hafa. Katrín er að vísu svolítill sleði, er lengi að gera sín heimaverkefni en hún gerir þau líka vel og Tristan er voðalega samviskusamur nema þegar hann er í fúlu skapi og kemur sér ekki í að gera það sem hann á að gera. Þá fer tíminn á morgnana í að læra því ólærður fer hann ekki í skólann. Hann er svoldill gaur.
Og í dag er dagurinn sem ég þarf að muna eftir að ná í það sem bera á út í Póstdreifingu og það verður svoldið mikið trítl þar sem vesturbær Kópavogs er nær eingöngu einbýlishús upp í þríbýli, engar 60 íbúða blokkir sem auðvelt er að bera út í. En við mægðurnar höfum gott af þessari hreyfingu, allavega ég.
Ætla að gera eitthvað í tölvunni og ganga frá þvottinum sem ég bar upp í gær. My life is kind of dull...

miðvikudagur, október 15, 2003

Alveg er makalaust hvað ég get verið vitlaus. Vinahópurinn hjá Tristani er ekki fyrr en í dag og ég skil ekki hvernig ég gat haldið að það væri miðvikudagur hafandi verið á kóræfingu. En svona leikur ellin mann grátt stundum. En ég er allavega voðalega fegin að hann missti ekki af þessu. Sunna á nefndilega stærðarinnar trampólín í garðinum sínum sem er víst voðalega spennandi.
Ég er að hugsa um að hætta að vera útburður og segja upp dreifingunni á þessu Fréttablaði. Nú á að hringja í eitthvað númer áður en maður leggur af stað og svo aftur þegar maður er búinn. Númerið virkar alls ekki og ég nenni ekki að standa í svona rugli fyrir rúmar 10 þús. kr. á mánuði. Þetta er náttúrlega ekkert kaup. Auðvitað ágætt kannski fyrir börn en samt. Petra er búin að fá afleysingar hjá Póstdreifingu og ég fer örugglega með henni í það. Það er bara á fimmtudögum, mun meira labb að vísu en örugglega fín hreyfing og miklu betur borgað. Eina ástæðan fyrir því að við erum ekki löngu hætt að dreifa Fréttablaðinu er að þetta er dúndrandi góð hreyfing og ég er ekki dugleg við að druslast á einhverja líkamsræktarstöð til þess. Og svo sem ekkert verra að fá borgað fyrir að hreyfa sig. En mínum útburðartíma verður lokið í lok næstu viku og þá verð ég líka...kemur í ljós þá...
Og nú ætla ég að dúlla mér aðeins í byrja og pæla aðeins í því hvernig ég get breytt útliti Léttsveitarvefsins sem ég stefni á um áramótin. Aðeins að hressa upp á útlitið þó að þetta look sem er núna sé alveg að gera sig eða þannig. Er bara orðin svoldið þreytt á því og vil breyta til.
Og ég þarf að skipta á rúmum og þrífa uppi og ganga frá þvotti. En það má dúlla sér við það á milli þrifa. Ég er löngu búin að sjá það að ég má ekkert vera að því að vinna úti. Finnst miklu betra að vera hérna heima og gera það sem mig langar til. Fæ vonandi að hanna nýjan vef fyrir Gospelsystur og líka Fóstbræður. Þarf líka að endurgera standup vefinn svo það fari að ganga eitthvað að selja þessa frábæru lausn fyrir laptop tölvur sem eru sífellt að verða algengari hjá fyrirtækjum.
Nóg af rausi í bili...
Nenni ekki að fara að sofa þó ég verði að gera það. Vona að ég gleymi engu sem ég þarf að gera á morgun. Steingleymdi að minna Tristan á að fara í vinahópinn sinn. Og hann var sofnaður þegar ég kom heim eftir kóræfingu svo ég veit ekki hvort hann fór. Vona að Sunna hafi hringt í hann og minnt hann á. Það er náttúrlega ekki hægt að vera svona steingleymin. Mundi þó blessunarlega eftir því að sækja gleraugun hennar Bimbu í Salinn, en það var nú bara vegna þess að hún minnti mig á það með maili og ég skrifaði það niður á blað beint fyrir framan mig.
Skráði nokkrar rótarýklúbba og lionsklúbba á byrja í morgun og eitthvað meira. Kona hringdi í mig út af eftirlýstu ítölskukennslukonunni og benti mér á mjög skemmtilega kennsludiska sem fengjust í BT. Og svo fékk ég sms frá einhverri Kolbrúnu í OgVodafone þar sem hún benti mér á síðuna hjá eftirlýstu ítölskukennslukonunni og svo hringdi ítölskukennslukonan í mig sjálf. Hafði frétt af því að hún væri eftirlýst í Velvakanda. Og nú er bara að finna tíma sem hentar okkur öllum sem ætlum á námskeiðið. Gef ekki nokkrum manni upp þessa slóð fyrr en það er komið á hreint.
Fór upp úr tvö í dag að hjálpa henni Maríu minni að þrífa íbúðina sína. Þar mætti svo múgur og margmenni og það náðist að klára að þrífa allt svo við kæmumst á kóræfingu. Sleppti söngtímanum hjá Möggu og kóræfingu hjá Gospel. Söngtíminn var allt í lagi þar sem Magga vildi fá okkur Gunnhildi í einn tíma í sitt hvoru lagi svo Gunnhildur mætti bara. Mæti á næstu æfingu hjá Gospel og rifja upp það sem á að syngja í Ólafsvík þann 25. okt.
Æfingabúðir framundan hjá Léttsveitinni um næstu helgi. Gaman, gaman.
Enginn mundi eftir að taka upp fyrir Innlit/Útlit eða Judging Amy. Horfi á það á morgun. John búin að setja upp tölvuna hennar Maríu og nettengja hana og alles. Skil vel að María sé nú þegar með fráhvörf að komast ekki á netið og í tölvuna. Ég verð að fara í tölvuna nokkrum sinnum á dag, tékka á pósti og krónikkunni og einhverju sem engu máli skiptir. En nú er ég hætt og farin að sofa...en af hverju gerir aldrei neitt komment við það sem ég er að bulla???...

mánudagur, október 13, 2003

Mikið skelfing er ég syfjuð þessa dagana. Skil þetta ekki. Og gleymin. Gleymdi t.d. að mæta í afmæli með börnin min til strákanna hennar Sigrúnar frænku. Alveg út í hött. Ætlaði að gera einhver ósköp í morgun en lagðist í sótfann í stofunni og stofnaði. Kannski er ég bara svona eftir mig eftir skemmtilegt útflutningspartý hjá Maríu á laugardagskvöldið. Og svo fann ég fulla skál með 5 hökkuðum lifrum í ísskápnum sem gleymdist að setja í lifrarpylsuna mína. Ekki skrítið þó hrærar hafi verið þykkt. En lifrarpylsan er ágætt þrátt fyrir það. Svoldið gróf en...vel æt.
Nenni ekki að skrifa. Ætla að hringja í Maríu og drífa mig svo til hennar að hjálpa henni að þrífa. Minna má það nú ekki vera...

laugardagur, október 11, 2003

Þá er sláturgerðardagurinn liðinn, frystirinn fullur af slátri fyrir næstu ár. Börnin mín þora ekki að borða það þar sem þau sáu það gert, frekar úgesslegt. Tristan segist aðeins borða lifrarpylsu sem er keypt út í búð og þorir alls ekki að leggja sér slátur móður sinnar til munns. Undarleg börn sem ég á. En allavega sláturgerðin gekk vel og nú þarft ég að þrífa. Skúra eldhúsið og hreinsa burtu blóðslettur og þvo blóðlegin viskustykki í lange baner. Og í frystinum eru sekkirnir af mör sem þarf að búa til úr hamsa og tíu sviðahausar sem þarf að búa úr sviðasultu þar sem börnin éta heldur ekki hausa þó þau borði sultuna. Eins gott að láta þau ekki sjá af hverju sviðasultan kemur.
Og nú er ég að druslast við að ryksuga en nenni því ekki. Finnst þessi tiltekt leiðinlegri með hverju árinu og það líður að því að ég bara meiki ekki þessi þrif. Oj, oj, oj...
Er að fara í partý til Maríu og Arne í kvöld, útflutningspartý. Æ það verður erfitt þegar María er ekki lengur á landinu, hægt að skreppa til hennar í kaffi og kjafta og bara yfirleitt að hitta hana. Á eftir að sakna hennar alveg rosalega mikið. Það eru einhver álög á mér. Allar bestu vinkonur mínar þurfa endilega að flytja af landinu. Anna til London, Ragnhildur til Köben, Stína til Hamborgar og nú er María að flytja til Swingerberg í Þýskalandi. Hildur var á tímabili að hugsa um að flytja til London en hætti við. Undarlegur andsk...Og svo er Birna systir búandi í Köben. Það var nú alveg nóg þegar hún bjó fyrir austan fjall en svona er víst lífið....

föstudagur, október 10, 2003

Allabaddarí. Var að koma af konukvöldu Létt 96,5 með Maríu. Gasalega skemmtilegt og gott að vera innan um rúmlega 2 þús. kerlingar. Ekki það að ég hitti ekki mikið af kerlingum í hverri viku, eitthvað um 2 hundruð. Ekki búin að drekka mikið, en ég er orðinn óttalegur hænuhaus svona á efri árum.
Fór í strípur í dag og er voða sæt. Hakkaði 18 stykki lifrar og einhvern slatta af nýrum því nú verður lagst í slátur á morgun. Ekta sláturpartý. Fimm kerlur í vambasaumi og skemmtilegheitum. Langt síðan ég tók slátur síðast og vona að ég sé ekki komin úr æfingu. Er náttúrlega vön vambasaumi frá blautu barnsbeini með Ömmu. Vona að slátrið mitt verði eins gott og hennar þó ég eigi nú ekki von á því. Amma gerði besta slátur í heimi, bestu flatkökur og kleinur í heimi , bestu pönsurnar og afi gerði besta saltkjötið. Ég er enn eins og villimaður þegar ég kemst í saltkjöt, slæ beinu við hnífinn til að ná mergnum úr og geng algjörlega fram af öllum á heimilinu.
En nú er mál að ég druslist í svefn. Þarf aðeins að taka til í eldhúsinu fyrir slátrið á morgun og setja létt og laggot fyrir neðan logó Léttsveitarinnar
og senda á margt smátt og senda Ingibjörgu símaskránna. Vona að konur skipti ekki um nafn í millitíðinni. Það er ótrúlegt hvað allt tekur miklum breytingum hjá Léttsveitarkonum á einum degi. En ég vona að ég sjái fyrir endan á þessu og John minn fari að fá frið fyrir stöðugri uppfærslu á netfangaskrá Léttsveitarinnar. Hann hefur ekki vinnufrið fyrir mér. Ég held að hann hljóti að vera löngu farinn að sjá eftir því að stynga upp á því að setja okkur inn á heim.is en það er of seint. Nú erum við komnar á bragðið að hafa þetta einfalt og auðvelt.
Well, í svefn kona, núna....

miðvikudagur, október 08, 2003

Ótrúlegt að skuli ekki vera dagur að kveldi komin heldur eldsnemma að morgni. Þarf að þrífa hér en nenni því alls ekki. Og þá er tölvan þarfaþing. Í henni er hægt að eyða tímanum án þess að láta sér leiðast. Eftir útburð í morgun hef ég verið að dúlla mér við að hlaða inn nýjum myndum af þeim konum sem ég tók myndir af í gær og leiðrétta símaskrá og netfangaskrá og guð veit hvað á léttsveitarvefnum.
Fylgist vel með blogginu hennar Jóhönnu þar sem hún fær að vita í dag kl. sex með húsið sem hún ætlar að kaupa. Þeir sem með málinu fylgjast eru agalega spenntir að vita hvernig gengur. Þetta er víst frábært hús. Við krossum fingur fyrir Jóhönnu.
Annars var tekin hér áheimilinu risastór ákvörðun um helgina sem mun verða hrint í framkvæmd seinna í þessum mánuði og kemur það allt í ljós þegar þar að kemur. Gaman, gaman....
En nú er mál að ég druslist til að þrífa hér aðeins. Verð í slátri á föstudaginn og kveðjupartý heima hjá Maríu á laugardaginn.
Þarf að athuga með ítölskunámskeiðið. Man bara ekkert hverjar ætluðu að vera með. Man að Sigrún frænka og Gyða vildu skella sér í ítölsku en hverjar fleiri man ég ekki. Man það einhver?
Og svo eru að skella á æfingabúðir með Léttsveitinni sem alltaf er voða voða gaman þó ég hafi ekki alveg verið að fíla síðustu æfingabúðir. Vinnulega séð voru þær frábærar en það var eitthvað sundurleysi í gangi um kvöldið eftir að skemmtiatriðum lauk. Vorum einhvern veginn út og suður og út um allt. Get ekki alveg skilgreint það en það er óeðlilegt að fara snemma að sofa í æfingabúðum.
Tiltekt....oj.....

föstudagur, október 03, 2003

Enn einn dagur að kveldi komin og ég byrja að bulla eitthvað. Skemmtilegur dagur í dag. Mætti með Möggu Orra, Herdísi Eiríks, Dundý og Siggu ásamt skaranum öllum af börnum til að selja fætur vorar. Óskiljanlegt, en ástæðan var sena í kvikmyndinni Dís sem mun trúlega birtast í 1 sek. á hvíta tjaldinu. Og einungis fótaburðurinn notaður. Töluverð bið, mættum hálf fjögur en vorum komin heim um sex, börnin orðin banhungruð og pirruð en létu sig hafa það að standa á sumarsandölum í norðagarranum. Hvað er ekki gert fyrir frægðina í þessu landi. Og á morgun mætir Léttsveitarelítan ásamt vinkonum og vinum þeirra á Kaffi Sólon, sötra kaffi í lange baner og enn og aftur fyrir kvikmyndagyðjuna. Og enn og aftur segi ég hve lífið væri leiðinlegt án Léttsveitarinnar.
Það er sko ekki búið að kosta neitt lítið ströggl að ná saman þessum 30 hræðum og tókst meira að segja ekki því vinkonur og vinir Hrundar eru látnir mæta til að fylla upp í auð pláss. En allt skreið þetta saman fyrir rest og ég get staðið við gefin loforð. En hvað leggur maður ekki á sig fyrir Léttsveitina svo hún komist til Ítalíu á ódýrari hátt.
Og svo eru það svunturnar. Ekki kostar það minna nöldur. Frábær hugmynd að einfaldri fjáröflun og hvernig í veröldinni á að vera hægt að gera 120 konum til geðs. Góð hugmynd frá einni Léttsveitarkonu að lána þeim sem vilja einhver óendanlega sniðug slagorð á svunturnar bara tússpenna fyrir tau og leyfa þeim að spreyta sig á að skrifa þau slagorð sem henta hverri og einni. Þá ættu allar að vera ánægðar.
Annar hef ég orðið vör við að aðal vandamálið er að nota Léttsveitarlogóið á svunturnar, eins og að gefa mynd af sjálfri sér í jólagjöf. Ég tek þetta nú orðið persónulega til mín þar sem ég gerði nú víst þetta logó á sínum tíma og nú virðist það bara vera fyrir neðan allar hellur að troða svuntu upp á fólk með þessari líka hörmung á. Æ, æ, ....mikil er mæðan í þessum heimi.
En nóg um nöldur og jag eða seigt og röfl eins og hún Lauga nafna mín sagði. Ráð að drífa sig í svefn svo ég líti ekki út eins og ofsoðin pylsa í fyrramálið...

miðvikudagur, október 01, 2003

Það er alveg merkilegt að skrifa aldrei nema seint á kvöldin. Ég svo syfjuð núna, var reyndar nærri sofnuð yfir sjónvarpinu um sjöleytið en vaknaði síðan aftur. Ég fór og keypti dragtina mína í dag og hún er guðdómleg. Svoldið dýr en guðdómlega flott. Og svo þurfti ég náttúrlega að sjá skó í búðinni sem eru líka rándýrir en meiri háttar æðislegir. Ég hugsa um þá í viku og fer svo ábyggilega og kaupi þá. Ég er náttúrlega biluð. En ef ég á ekki skilið að kaupa þetta fyrir útburðarpeningana mína þá veit ég ekki hvað. Ástæðulaust að druslast og bera út á hverjum morgni og fá svo ekkert í staðinn nema hreyfinguna. Maður verður að fá eitthvað til að hreyfa sig í. Það finnst mér. En ég ætla að fara upp í rúm núna að sofa áður en ég verð ruglaðri en ég er núna...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter