<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 10, 2003

Allabaddarí. Var að koma af konukvöldu Létt 96,5 með Maríu. Gasalega skemmtilegt og gott að vera innan um rúmlega 2 þús. kerlingar. Ekki það að ég hitti ekki mikið af kerlingum í hverri viku, eitthvað um 2 hundruð. Ekki búin að drekka mikið, en ég er orðinn óttalegur hænuhaus svona á efri árum.
Fór í strípur í dag og er voða sæt. Hakkaði 18 stykki lifrar og einhvern slatta af nýrum því nú verður lagst í slátur á morgun. Ekta sláturpartý. Fimm kerlur í vambasaumi og skemmtilegheitum. Langt síðan ég tók slátur síðast og vona að ég sé ekki komin úr æfingu. Er náttúrlega vön vambasaumi frá blautu barnsbeini með Ömmu. Vona að slátrið mitt verði eins gott og hennar þó ég eigi nú ekki von á því. Amma gerði besta slátur í heimi, bestu flatkökur og kleinur í heimi , bestu pönsurnar og afi gerði besta saltkjötið. Ég er enn eins og villimaður þegar ég kemst í saltkjöt, slæ beinu við hnífinn til að ná mergnum úr og geng algjörlega fram af öllum á heimilinu.
En nú er mál að ég druslist í svefn. Þarf aðeins að taka til í eldhúsinu fyrir slátrið á morgun og setja létt og laggot fyrir neðan logó Léttsveitarinnar
og senda á margt smátt og senda Ingibjörgu símaskránna. Vona að konur skipti ekki um nafn í millitíðinni. Það er ótrúlegt hvað allt tekur miklum breytingum hjá Léttsveitarkonum á einum degi. En ég vona að ég sjái fyrir endan á þessu og John minn fari að fá frið fyrir stöðugri uppfærslu á netfangaskrá Léttsveitarinnar. Hann hefur ekki vinnufrið fyrir mér. Ég held að hann hljóti að vera löngu farinn að sjá eftir því að stynga upp á því að setja okkur inn á heim.is en það er of seint. Nú erum við komnar á bragðið að hafa þetta einfalt og auðvelt.
Well, í svefn kona, núna....
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter