laugardagur, október 11, 2003
Þá er sláturgerðardagurinn liðinn, frystirinn fullur af slátri fyrir næstu ár. Börnin mín þora ekki að borða það þar sem þau sáu það gert, frekar úgesslegt. Tristan segist aðeins borða lifrarpylsu sem er keypt út í búð og þorir alls ekki að leggja sér slátur móður sinnar til munns. Undarleg börn sem ég á. En allavega sláturgerðin gekk vel og nú þarft ég að þrífa. Skúra eldhúsið og hreinsa burtu blóðslettur og þvo blóðlegin viskustykki í lange baner. Og í frystinum eru sekkirnir af mör sem þarf að búa til úr hamsa og tíu sviðahausar sem þarf að búa úr sviðasultu þar sem börnin éta heldur ekki hausa þó þau borði sultuna. Eins gott að láta þau ekki sjá af hverju sviðasultan kemur.
Og nú er ég að druslast við að ryksuga en nenni því ekki. Finnst þessi tiltekt leiðinlegri með hverju árinu og það líður að því að ég bara meiki ekki þessi þrif. Oj, oj, oj...
Er að fara í partý til Maríu og Arne í kvöld, útflutningspartý. Æ það verður erfitt þegar María er ekki lengur á landinu, hægt að skreppa til hennar í kaffi og kjafta og bara yfirleitt að hitta hana. Á eftir að sakna hennar alveg rosalega mikið. Það eru einhver álög á mér. Allar bestu vinkonur mínar þurfa endilega að flytja af landinu. Anna til London, Ragnhildur til Köben, Stína til Hamborgar og nú er María að flytja til Swingerberg í Þýskalandi. Hildur var á tímabili að hugsa um að flytja til London en hætti við. Undarlegur andsk...Og svo er Birna systir búandi í Köben. Það var nú alveg nóg þegar hún bjó fyrir austan fjall en svona er víst lífið....
Og nú er ég að druslast við að ryksuga en nenni því ekki. Finnst þessi tiltekt leiðinlegri með hverju árinu og það líður að því að ég bara meiki ekki þessi þrif. Oj, oj, oj...
Er að fara í partý til Maríu og Arne í kvöld, útflutningspartý. Æ það verður erfitt þegar María er ekki lengur á landinu, hægt að skreppa til hennar í kaffi og kjafta og bara yfirleitt að hitta hana. Á eftir að sakna hennar alveg rosalega mikið. Það eru einhver álög á mér. Allar bestu vinkonur mínar þurfa endilega að flytja af landinu. Anna til London, Ragnhildur til Köben, Stína til Hamborgar og nú er María að flytja til Swingerberg í Þýskalandi. Hildur var á tímabili að hugsa um að flytja til London en hætti við. Undarlegur andsk...Og svo er Birna systir búandi í Köben. Það var nú alveg nóg þegar hún bjó fyrir austan fjall en svona er víst lífið....
Comments:
Skrifa ummæli