<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 20, 2003

Úff, ég held að ég sé að fá flensu. Eða þá að ég er bara svona lengi að jafna mig eftir æfingabúðirnar um helgina. Svaf í sófanum megnið af deginum í gær og allt of lengi í morgun. John bar út Fréttablaðið þar sem hann var alveg með á hreinu að ég hefði farið mjög seint að sofa og vildi ekki vekja mig. Æ, hann er stundum svo hugulsamur þessi elska.
Aftur á móti fór allt í háaloft í morgun þegar krakkarnir voru nánast orðnir of seinir í skólann. Þá held ég að John hafi verið of lengi að lesa moggann og gleymt sér og svo þarf allt í einu að drífa sig og börnin mín sækja það til föður síns að geta alls ekki flýtt sér, allavega ekki hún Katrín mín sem er óttalegur sleði á morgnana. En það hafðist svo að koma liðinu út og eftir það svaf ég áfram á mitt græna eyra til ellefnu eða eitthvað.
Þessar æfingabúðir voru æðislegar. Jóhanna og Alla geisluðu báðar tvær og sendu frá sér ótrúlega jákvæða orku sem ég held að við höfum allar fundið fyrir. Laugardagskvöldið var einstaklega skemmtilegt og við kunnum svo sannarlega að skemmta okkur með hvorri annarri. Sem sagt ótrúlega gefandi og kærleiksríkar æfingabúðir.
Og núna verða ég að reyna að taka til í kringum mig. Þó að fjölskyldan sé öll af vilja gerð til að halda þessu húsi hreinu gengur það mjög illa þegar ég er ekki á staðnum. Hrund mætti reyndar vera svoldið duglegri að þrífa þó ekki væri nema í kjallarnum þar sem hún hefur hreiðrað um sig. Það er löngu kominn tími á að hún flytji að heiman og sjái um sig sjálf. En það er greinilega allt of gott að vera á Hótel Mömmu þar sem allt er gert fyrir mann.
Er á leið á Grease í kvöld með hele familien, þ.e. ef ég gleymi því ekki þegar líður á daginn. Ætla reyna að hressast og gera eitthvað af viti...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter