<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 26, 2003

Jæja og já. Þá er ég enn og aftur orðin gift kona. Skrítið en þó ekki. Eftir athöfnina hjá sýslumanni komum við hingað heim og skáluðum í kampavíni og borðuðum súkkulaðiköku. Hrund fór svo með börnin í keilu og út að borða á pizza hut. Við hin nýgiftu fórum svo út að borða með svaramönnunum okkar Maríu og Arne á Austur Indía og borðuðum yfir okkur af gómsætum indverskum mat sem er uppáhald John´s en ekki beinlínis hátt skrifað hjá Arne. Ræddum um heima og geima fórum svo heim og horfðum á Idol. María og Arne eru hér með annan fótinn þar til þau flytja til Þýskalands. María og John sofnuðu bæði yfir idolinu og svo var sofið langt fram á næsta dag eftir "ágætis" brúðkaupsnótt. Að vísu létum við Katrínu sofa á milli okkar megnið af nóttinni þar hún var með hita og flensu og einhvern veginn líður mér betur að hafa börnin mín nálægt með þegar þau eru veik. En sem sagt dagurinn var yndislegur og það rigndi hressilega rétt fyrir athöfn og eftir hana og það á víst að boða gæfu og hamingju í hjónabandi. Ekki verra að vita það. Og maðurinn minn er ótrúlega sexí með hring! Hann er nefnilega aldrei með úr eða skartgripi á sér. Sagði honum að það væri miklu betra að hann fiktaði í hringnum en að bora í nefið. Hann á það nefnilega til þegar hann heldur að enginn sjái til.(Mynd af okkur)
Nú nenni ég ekki að skrifa meira. Ætla að horfa á maður á mann...


Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter