<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 16, 2003

Jís, hvað ég er orðin þreytt á þessu Fréttablaði. Nenni ekki þessu innstimpliveseni og ætla að segja þessu blaðadrasli upp í dag. Einnar viku uppsagnafrestur og ég verð skelfing fegin þegar þessari vitleysu er lokið. Svo er verið að bjóða blaðburðarfólki í leikhús á Erling. Meiri partur þeirra sem bera þetta blað út eru börn og ég held ekki að þetta leikrit sé fyrir börn. Um einhverja tvö vesalinga sem hafa farið halloka í lífinu. Og konan sem hringdi sagði að leikritið héti Erland. Ég hef ekkert á móti útlendingum en ég læt það pirra mig þegar fólk er nærri óskiljanlegt þegar það er að tala íslensku. Mér finnst allavega lágmarkið að fólk sem starfar við úthringingar sé sæmilega talandi á íslensku og maður þurfi ekki að stafa það sem segir ofan í það. Svipað eins og þegar maður pantar pizzu á Devitos. Þá veit maður ekkert hvort viðkomandi hefur skilið það sem maður er að segja. Og það er voðalega erfitt að láta útlendinga skilja þegar maður segir Hlégerði. Það segir á móti lagerdi og haldgerdi og guð má vita hvað. Og eins og ég sagði áður þá hef ég ekkert á móti útlendingum, bý meira að segja með einum, en ég þoli ekki að þurfa túlk í mínu eigin landi.
Nóg um þetta útlendingaraus í mér.
Petra mín er að fara í samræmt próf á eftir og ég held að ég sé stressaðri en hún. Að vísu hef ég nú aldrei þurft að hafa áhyggjur af þessum börnum mínum hvað skólann varðar. Petra á það að vísu til að læra ekki heima og hún hefur alltaf gert heimalærdóminn á mettíma. En þetta er víst bara hún. Snögg að öllu sem hún nennir ekki að gera. En þessi blessuðu börn mín eru öll alveg sæmilega vel gefin og þarf lítið fyrir þeim að hafa. Katrín er að vísu svolítill sleði, er lengi að gera sín heimaverkefni en hún gerir þau líka vel og Tristan er voðalega samviskusamur nema þegar hann er í fúlu skapi og kemur sér ekki í að gera það sem hann á að gera. Þá fer tíminn á morgnana í að læra því ólærður fer hann ekki í skólann. Hann er svoldill gaur.
Og í dag er dagurinn sem ég þarf að muna eftir að ná í það sem bera á út í Póstdreifingu og það verður svoldið mikið trítl þar sem vesturbær Kópavogs er nær eingöngu einbýlishús upp í þríbýli, engar 60 íbúða blokkir sem auðvelt er að bera út í. En við mægðurnar höfum gott af þessari hreyfingu, allavega ég.
Ætla að gera eitthvað í tölvunni og ganga frá þvottinum sem ég bar upp í gær. My life is kind of dull...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter