fimmtudagur, október 30, 2003
Nenni ekki að laga þetta brenglaða blogg, tek það bara út við tækifæri. Hér var vinahópsdagur í gær hjá Tristani. Fórum með krakkana í Sorpu með flöskur, dagblöð og fernur og þau fengu að vita hvað væri gert úr þessum hlutum, allavega hinum ýmsustu gosflöskutegundum. Svo fórum við í bakaríið hjá Hrund og keyptum andabrauð og gáfum svo öndunum í Kópavogslæknum. Síðan hingað heim og étið á sig gat af snúðum og þá var byrjað að snjóa þannig að síðasta klukkutímanum var eytt úti í snjónum og krakkarnir bjuggu til lítinn snjókarl. Held að allir hafi skemmt sér ágætlega.
Var að enda við að þrífa baðið en ekki veitti af að þrífa stofuna. Hér er algjört gluggaveður og þá sér maður rykið og skítinn allsstaðar.
Elsku María mín og Arne fóru til Þýskalands í morgun. Þau voru bæði orðin yfirkeyrð, svefnlaus og úrvinda. Vona að þau hafi vit á því að slappa af í 1-2 daga í Þýskalandi áður en þau fara að keyra til Danmerkur og heimsækja vini og kunningja. Það er ráð eftir þessa brjáluðu törn hér heima að sofa og kúra og kynnast hvort öðru á nýjan leik. Ég held að ég leggi aldrei í það að flytja úr landi eftir að fylgjast með þeim. Heima er best og ég er nokkuð viss um að einhvers staðar annars staðar er ekkert betra líf fyrir mig. En auðvitað finnst mér að fólk eigi að prófa svona ef það langar til. Sakna Maríu nú þegar og fékk tár í augun og kökk í hálsinn þegar við sögðum bless. Vona að Þýskaland standi undir væntingum og að þeim líði vel þó ég vildi gjarnan fá þau heim aftur sem fyrst.
Mig langar svo að taka alls konar hluti í gegn hér á heimilinu. Forstofan er mig lifandi að drepa. Ópraktísk og alltaf skór og föt út um öll gólf. Langar til að mála og endurskipa forstofuna. Og svo er það gangurinn niðri. Hann er hryllingur. Ætla að fara í það næstu daga að henda út teppinu af stiganum og reyna að ná þessu ljóta filtteppi sem þar er undir af. Tekur trúlega tímann sinn. Láta smíða hillur undir vídeóspólur og mála. Mig langar líka að láta sprauta hurðarnar á svefnherbergisskápunum og setja nýtt á gólfið þar. Og það er ekki nóg með að mig langi til að laga og breyta hér innandyra heldur langar mig líka í bílskúr og glerhýsi út úr eldhúsinu og borðstofunni. En það er á langtímaplani. Kannski vinn ég í lottóinu ef ég byrja að spila með!
En nú þarf að ég að fá mér eitthvað að borða og fara í sturtu. Er að fara í söngtíma upp úr sex og svo er matarsaumaklúbbur hjá Möggu Hrefnu annað kvöld.
Krakkarnir í vetrarfríi og alles ég veit ekki þangað til hvenær...
Var að enda við að þrífa baðið en ekki veitti af að þrífa stofuna. Hér er algjört gluggaveður og þá sér maður rykið og skítinn allsstaðar.
Elsku María mín og Arne fóru til Þýskalands í morgun. Þau voru bæði orðin yfirkeyrð, svefnlaus og úrvinda. Vona að þau hafi vit á því að slappa af í 1-2 daga í Þýskalandi áður en þau fara að keyra til Danmerkur og heimsækja vini og kunningja. Það er ráð eftir þessa brjáluðu törn hér heima að sofa og kúra og kynnast hvort öðru á nýjan leik. Ég held að ég leggi aldrei í það að flytja úr landi eftir að fylgjast með þeim. Heima er best og ég er nokkuð viss um að einhvers staðar annars staðar er ekkert betra líf fyrir mig. En auðvitað finnst mér að fólk eigi að prófa svona ef það langar til. Sakna Maríu nú þegar og fékk tár í augun og kökk í hálsinn þegar við sögðum bless. Vona að Þýskaland standi undir væntingum og að þeim líði vel þó ég vildi gjarnan fá þau heim aftur sem fyrst.
Mig langar svo að taka alls konar hluti í gegn hér á heimilinu. Forstofan er mig lifandi að drepa. Ópraktísk og alltaf skór og föt út um öll gólf. Langar til að mála og endurskipa forstofuna. Og svo er það gangurinn niðri. Hann er hryllingur. Ætla að fara í það næstu daga að henda út teppinu af stiganum og reyna að ná þessu ljóta filtteppi sem þar er undir af. Tekur trúlega tímann sinn. Láta smíða hillur undir vídeóspólur og mála. Mig langar líka að láta sprauta hurðarnar á svefnherbergisskápunum og setja nýtt á gólfið þar. Og það er ekki nóg með að mig langi til að laga og breyta hér innandyra heldur langar mig líka í bílskúr og glerhýsi út úr eldhúsinu og borðstofunni. En það er á langtímaplani. Kannski vinn ég í lottóinu ef ég byrja að spila með!
En nú þarf að ég að fá mér eitthvað að borða og fara í sturtu. Er að fara í söngtíma upp úr sex og svo er matarsaumaklúbbur hjá Möggu Hrefnu annað kvöld.
Krakkarnir í vetrarfríi og alles ég veit ekki þangað til hvenær...
Comments:
Skrifa ummæli