<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, október 08, 2003

Ótrúlegt að skuli ekki vera dagur að kveldi komin heldur eldsnemma að morgni. Þarf að þrífa hér en nenni því alls ekki. Og þá er tölvan þarfaþing. Í henni er hægt að eyða tímanum án þess að láta sér leiðast. Eftir útburð í morgun hef ég verið að dúlla mér við að hlaða inn nýjum myndum af þeim konum sem ég tók myndir af í gær og leiðrétta símaskrá og netfangaskrá og guð veit hvað á léttsveitarvefnum.
Fylgist vel með blogginu hennar Jóhönnu þar sem hún fær að vita í dag kl. sex með húsið sem hún ætlar að kaupa. Þeir sem með málinu fylgjast eru agalega spenntir að vita hvernig gengur. Þetta er víst frábært hús. Við krossum fingur fyrir Jóhönnu.
Annars var tekin hér áheimilinu risastór ákvörðun um helgina sem mun verða hrint í framkvæmd seinna í þessum mánuði og kemur það allt í ljós þegar þar að kemur. Gaman, gaman....
En nú er mál að ég druslist til að þrífa hér aðeins. Verð í slátri á föstudaginn og kveðjupartý heima hjá Maríu á laugardaginn.
Þarf að athuga með ítölskunámskeiðið. Man bara ekkert hverjar ætluðu að vera með. Man að Sigrún frænka og Gyða vildu skella sér í ítölsku en hverjar fleiri man ég ekki. Man það einhver?
Og svo eru að skella á æfingabúðir með Léttsveitinni sem alltaf er voða voða gaman þó ég hafi ekki alveg verið að fíla síðustu æfingabúðir. Vinnulega séð voru þær frábærar en það var eitthvað sundurleysi í gangi um kvöldið eftir að skemmtiatriðum lauk. Vorum einhvern veginn út og suður og út um allt. Get ekki alveg skilgreint það en það er óeðlilegt að fara snemma að sofa í æfingabúðum.
Tiltekt....oj.....
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter