<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 24, 2003

Well, well, well. Og svo ætti ég ekki að segja meira. Í dag er síðasti dagur sumarsins því fyrsti vetrardagur er á morgun.
Í dag eru líka liðin einhver 27 ára eða svo síðan konur tóku sér frí í vinnunni og þyrpust út á götur Reykjavíkur og kröfðust þess tekið yrði mark á þeim. Sem sagt kvennafrídagurinn heimsfrægi.
Og nú hafa femínistar lagt undir sig þennan dag og nú eiga konur að krefjast 14% launahækkunar. Sem sagt bleikur dagur í dag.
Ekki er að sama skapi hægt að segja að algjört jafnrétti ríki á milli kynjanna þó 27 ár séu liðin frá þessum heimsfræga kvennafrídegi. Karlar að vísu komnir með fæðingarorlof og á það víst að teljast jafnrétti. Mér fyndist nú nær að konur sem eru ganga með og ala af sér blessuð börnin ættu heldur að fá lengra fæðingarorlof. Eftir hvað eru karlagreyin svona þreyttir að þeir þurfi fæðingarorlof. Ég skil svo sem alveg að þeir vilji taka þátt í uppeldi barna sinna en give me a brake. Sérstakt fæðingarorlof fyrir karla. Í mínum huga fáránlegt og skil þetta ekki alveg...en það er trúlega bara af því að ég er kona og er svo vitlaus að halda að karlmenn þurfi ekki að hvíla sig eftir barnsburð.
Svo er þessi dagur merkilegur fyrir það að í dag var síðasti útburðardagur Fréttablaðsins. No, nei, never, no more! Allir algjörlega búnir að fá upp í kok á því að vera útburðir.
Svo eru í dag liðin 13 ár síðan við John byrjuðum saman. Ótrúlegt en satt. Ég held að við ættum að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter