<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Druslaðist til að vakna kl. níu í morgun og gera eitthvað af viti. Fór svo til Gunnhildar um ellefu og var hjá henni til þrjú að laga bloggið hennar. Allt var voðalega smátt hjá henni og svona þegar ég var að hætta að reyna að stækka bloggið hennar kom í ljós að letter viewið hjá henni var á minnstu stillingu. Svona getur maður stundum gert auðvelda hluti flókna.
Fór svo í Smáralindina að versla í tóman ísskápinn. Eitt af því leiðinlegra sem ég geri.
Og svo hringdi John og sagði að við gætum farið til Rómar ef við vildum og auðvitað viljum við það. Svo við erum að fara til Rómar í fyrramálið eldsnemma og komum heim aftur á mánudagskvöldið. Svona gerast hlutirnir hratt á eyrinni.
Þannig að ég kemst ekki á dekur og djammið, æ, æ, æ og kannski hitti ég heldur ekki Önnu vinkonu sem kemur í fyrramálið til landsins. En nú verð ég að þvo nokkrar vélar og pæla í því hvað ég þarf að hafa með mér til RÓMAR. Verst að vera ekki lengra komin í ítölskunni. En ég get allavega sagt ciao...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter