föstudagur, nóvember 28, 2003
Það er að verða fastur liður hjá mér að enda daginn á smábloggi. Og yfirleitt er komið fram yfir miðnætti. Þá er ég líka frjóust og með kollinn nokkurn veginn í lagi. Tristan minn átti afmæli í dag og hann fór með Pabba sínum og valdi sér sjálfur afmælisgjöf. Keypti risastóran bolabít, átti annan lítinn fyrir og nú á hann feðga. Inga amma kíkti svo í heimsókn og gaf honum körfu fulla af nammi sem hún hafði unnið í bingói í Hveragerði og 4 þús. kr. sem fara beint í bankann. Nú er verið að safna fyrir Ameríkuferð sem fjölskyldan fær í jólagjöf frá Fröntzurum. Ekki slæmt að fá farmiða til Bandaríkjanna í jólagjöf. Stefnt er á að fara í kringum páskana og vera í allavega hálfan mánuð. Fyrst til Kristínar í Washington og svo til San Fransico til Maríu. Ég er nú búin að vera svoldið sveiflandi í sambandi við þessa ferð, langar ekkert sérstaklega til Bandaríkjanna í þessum síðustu og verstu tímum, en svo kemur í ljós að Hrund fær líka ferð til USA í jólagjöf og þá er einn fullorðinn á barn. Ekki veitir af að líta eftir þessum börnum svo maður hreinlega týni þeim ekki í þessu risastóra, truflaða landi.
Góð kóræfing í kvöld og ég held að hugljúf gleði sé að smella inn. Þarf bara að hlusta á spóluna einu sinni, tvisvar og þá er verður þetta fast. Eftir að ég fór að fatta hvenær nótur fara upp og hvenær þær fara niður eru ég miklu lengur að sleppa þessum nótum. Hér áður bara lærði ég lagið eins og páfagaukur og gekk bara vel að henda frá mér nótunum um leið ég var búin að læra textann, en núna hangir ég í nótunum fram á síðasta dag ef ég er ekki með þetta á hreinu. Veit ekki hvort er betra. Ekki það að ég sé orðin svo klár að ég geti sungið lag beint eftir nótum, en ég get svona nokkurn veginn fylgt þeim. Ég er allavega búin að læra það eftir 8 ára veru í kór. Næsta skref væri kannski að reyna að læra nöfnin nótunum og hvar þær sitja á línunum. En það er voðalega erfitt. Börnin mín fara létt með að læra þetta en ég...úff...ekki alveg að ganga.
Söngskrá Léttsveitarinnar fer í prentun á morgun. Bara smá spurning um stafsetningu á Santa Lucia og þá er þetta komið. Gospelsöngskráin vonandi að smella og verður að komast í prentun á mánudag í síðasta lagi. Hefði þurft samt að fara á morgun en það gengur ekki upp. Vantar enn fullt af efni í hana. Alltaf allt á síðustu stundu en gengur þó yfirleitt upp.
Verð með barnaafmæli hér á sunnudaginn og þá er síðasta afmæli ársins frá. Stefnt á að vera með skötupartý hér 12. des. áður en Inga og Jón fara til USA. Ferð þá líka að vera búin að kaupa jólagjafir sem eiga að fara þangað. Geri kannski eitthvað um helgina eða í næstu viku. Og svo þarf ég líka að fara að huga að jólagjöfum til Danmerkur. Svona er þetta þegar allt manns skyldfólk býr erlendis, þá þarf að hugsa um þetta löngu áður en ég er tilbúin til þess að setja mig í jólastellingar.
Og nú ætla ég snemma í bólið miðað við síðustu daga...
Góð kóræfing í kvöld og ég held að hugljúf gleði sé að smella inn. Þarf bara að hlusta á spóluna einu sinni, tvisvar og þá er verður þetta fast. Eftir að ég fór að fatta hvenær nótur fara upp og hvenær þær fara niður eru ég miklu lengur að sleppa þessum nótum. Hér áður bara lærði ég lagið eins og páfagaukur og gekk bara vel að henda frá mér nótunum um leið ég var búin að læra textann, en núna hangir ég í nótunum fram á síðasta dag ef ég er ekki með þetta á hreinu. Veit ekki hvort er betra. Ekki það að ég sé orðin svo klár að ég geti sungið lag beint eftir nótum, en ég get svona nokkurn veginn fylgt þeim. Ég er allavega búin að læra það eftir 8 ára veru í kór. Næsta skref væri kannski að reyna að læra nöfnin nótunum og hvar þær sitja á línunum. En það er voðalega erfitt. Börnin mín fara létt með að læra þetta en ég...úff...ekki alveg að ganga.
Söngskrá Léttsveitarinnar fer í prentun á morgun. Bara smá spurning um stafsetningu á Santa Lucia og þá er þetta komið. Gospelsöngskráin vonandi að smella og verður að komast í prentun á mánudag í síðasta lagi. Hefði þurft samt að fara á morgun en það gengur ekki upp. Vantar enn fullt af efni í hana. Alltaf allt á síðustu stundu en gengur þó yfirleitt upp.
Verð með barnaafmæli hér á sunnudaginn og þá er síðasta afmæli ársins frá. Stefnt á að vera með skötupartý hér 12. des. áður en Inga og Jón fara til USA. Ferð þá líka að vera búin að kaupa jólagjafir sem eiga að fara þangað. Geri kannski eitthvað um helgina eða í næstu viku. Og svo þarf ég líka að fara að huga að jólagjöfum til Danmerkur. Svona er þetta þegar allt manns skyldfólk býr erlendis, þá þarf að hugsa um þetta löngu áður en ég er tilbúin til þess að setja mig í jólastellingar.
Og nú ætla ég snemma í bólið miðað við síðustu daga...
Comments:
Skrifa ummæli