mánudagur, nóvember 17, 2003
Ég er óvinnufær og get varla pikkað á þessa tölvu hvað þá meir. Ég veit ekki almennilega hvað er að hrjá mig en fyrir utan það að vera með músarúlnlið er ég með verki í vinstri handleggnum sem ég hef ekki hugmynd um af hverju er þarna. John heldur að þetta séu harðsprerrur af því að tína upp drasl af gólfinu í þremur barnaherbergjum. Það gæti svo sem allt eins verið, nóg er þar af draslinu, en sú skýring fær ekki staðist þar sem ég er ekki örfhent. Ég held bara að þetta sé ellin sem er að fara með mig. En þessi verkur lýsir sér samt eins og harðsprerrur. Á erfitt með að lyfta handleggnum upp og get ekki haldið á neinu. Þannig að það má eiginlega segja að ég sé handlama, hvorugur handleggur funkerar eðlilega.
Ég fékk síðbúna afmælisgjöf frá Hrund í kvöld, bókina hennar Lindu. Og ég sem les aldrei neitt er búin með bókina. Ég er reyndar yfirleitt þannig að ef ég byrja á að lesa bók þá klára ég hana samdægurs. Ágætisbók. Las reyndar líka hina bókina sem Reynir Traustason skrifaði um Sonju eitthvað (man ekki eftirnafnið hennar) og hún var svo sem allt í lagi líka þó að sú saga hafi nú ekki snert mig eins og bókin um Lindu. Að vísu á ég erfitt með að setja mig í spor alkahólistans. Ég fatta ekki alveg hvers vegna fólk getur ekki stjórnar drykkju sinni eða dópneyslu. Trúlega vegna þess að ég er ekki alkóhólisti. Fyrrverandi sambýlismaður minn sem var bæði alki og dópisti sagði við þegar hann hringdi í mig eftir að hafa sjálfur verið edrú í 5-6 ár til að biðjast afsökunar á því hvað hann hefði verið vondur við mig (sem er víst hluti af aa) að munurinn á mér og honum þegar við vorum saman í sukki hefði verið sá að ég fékk alltaf nóg eftir ákveðinn tíma en hann vildi halda endalaust áfram. Getur verið rétt. En ég virði það þegar fólk sem á við einhverja fíkn að stríða gerir eitthvað í sínum málum. Og ég er mjög þakklát fyrir það að þurfa ekki að glíma við þetta vandamál. Það má nú samt segja að ég glími við fíkn þar sem reykingar eru annars vegar. Einhvern veginn tókst mér að hætta að reykja í tæp átta ár og skil ekki af hverju ég byrjaði aftur vitandi hvað það er erfitt að hætta. Hver hefur sinn djöful að draga, segi ég og kveiki mér í sígarettu.
Nú verð ég að koma mér í rúmið, vona að handleggirnir skáni á meðan ég sef og ég verði vinnufær á morgun. Þarf að kaupa pappír í miða fyrir Léttsveitina
og gera eitthvað af því sem ég þarf að gera í miða og plakatmálum.
Fór í dag í Ikea með John og Tristani og keypti fatahengi í ganginn. Svo nú get farið að koma einhverju skipulagi á þennan gang sem alltaf er fullur af úlpum og skóm út um allt. Keypti líka ruslafötu og mottu á baðið og ljós á ganginn niðri. Svo kemur einhver á morgun og reynir að gera við þurrkarann minn. Ég get illa án hans verið.
Keyrðum líka framhjá húsi einu við Víðihamm í Kópavogi sem innheldur tvær íbúðir en komst að því að þar er lóðin svo lítil að það féll ekki alveg að mínum þörfum. Er orðin svo von stórri og góðri lóð að nú get ég ekki án hennar verið. Pæling um annað hús er aðallega í gangi vegna þess að Kristín systir Johns er að hugsa um að vera hér kannski í tvo mánuði á sumrin og þá væri auðvitað sniðugast að hún ætti bara litla íbúð hér. En okkur líður vel hérna í Hlégerðinu og langar ekkert til að flytja héðan. Væri frekar ráð að byggja hér við svo hér væri gestaherbergi fyrir öll þessi systkini okkar sem búa erlendis...
Ég fékk síðbúna afmælisgjöf frá Hrund í kvöld, bókina hennar Lindu. Og ég sem les aldrei neitt er búin með bókina. Ég er reyndar yfirleitt þannig að ef ég byrja á að lesa bók þá klára ég hana samdægurs. Ágætisbók. Las reyndar líka hina bókina sem Reynir Traustason skrifaði um Sonju eitthvað (man ekki eftirnafnið hennar) og hún var svo sem allt í lagi líka þó að sú saga hafi nú ekki snert mig eins og bókin um Lindu. Að vísu á ég erfitt með að setja mig í spor alkahólistans. Ég fatta ekki alveg hvers vegna fólk getur ekki stjórnar drykkju sinni eða dópneyslu. Trúlega vegna þess að ég er ekki alkóhólisti. Fyrrverandi sambýlismaður minn sem var bæði alki og dópisti sagði við þegar hann hringdi í mig eftir að hafa sjálfur verið edrú í 5-6 ár til að biðjast afsökunar á því hvað hann hefði verið vondur við mig (sem er víst hluti af aa) að munurinn á mér og honum þegar við vorum saman í sukki hefði verið sá að ég fékk alltaf nóg eftir ákveðinn tíma en hann vildi halda endalaust áfram. Getur verið rétt. En ég virði það þegar fólk sem á við einhverja fíkn að stríða gerir eitthvað í sínum málum. Og ég er mjög þakklát fyrir það að þurfa ekki að glíma við þetta vandamál. Það má nú samt segja að ég glími við fíkn þar sem reykingar eru annars vegar. Einhvern veginn tókst mér að hætta að reykja í tæp átta ár og skil ekki af hverju ég byrjaði aftur vitandi hvað það er erfitt að hætta. Hver hefur sinn djöful að draga, segi ég og kveiki mér í sígarettu.
Nú verð ég að koma mér í rúmið, vona að handleggirnir skáni á meðan ég sef og ég verði vinnufær á morgun. Þarf að kaupa pappír í miða fyrir Léttsveitina
og gera eitthvað af því sem ég þarf að gera í miða og plakatmálum.
Fór í dag í Ikea með John og Tristani og keypti fatahengi í ganginn. Svo nú get farið að koma einhverju skipulagi á þennan gang sem alltaf er fullur af úlpum og skóm út um allt. Keypti líka ruslafötu og mottu á baðið og ljós á ganginn niðri. Svo kemur einhver á morgun og reynir að gera við þurrkarann minn. Ég get illa án hans verið.
Keyrðum líka framhjá húsi einu við Víðihamm í Kópavogi sem innheldur tvær íbúðir en komst að því að þar er lóðin svo lítil að það féll ekki alveg að mínum þörfum. Er orðin svo von stórri og góðri lóð að nú get ég ekki án hennar verið. Pæling um annað hús er aðallega í gangi vegna þess að Kristín systir Johns er að hugsa um að vera hér kannski í tvo mánuði á sumrin og þá væri auðvitað sniðugast að hún ætti bara litla íbúð hér. En okkur líður vel hérna í Hlégerðinu og langar ekkert til að flytja héðan. Væri frekar ráð að byggja hér við svo hér væri gestaherbergi fyrir öll þessi systkini okkar sem búa erlendis...
Comments:
Skrifa ummæli