<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Það getur ært óstöðugan þegar letrið á þessu bloggi fer í tóma vitleysu. Var sem sagt að segja að ég hafi veritð að gera nýjan standup vef og setja hann á netið áður en við skreppum í fimm daga til Rómar. Er ekki alveg að fatta það að ég sé að fara og held að ég leggi mig ekki úr þessu. Þá vakna ég ekki á réttum tíma. Bara þrír tímar þangað til við leggjum í hann út á flugvöll og í loftið um sjö í fyrramálið. Búin að redda pössun fyrir börnin, þ.e. Hrund vaknar með þeim og kemur þeim í skólann og svo kemur Pabbi og verður hér yfir daginn þegar Hrund er að vinna. Mamma býður þeim svo í mat á sunnudaginn. Er alveg hætt að botna í manninum mínum. Að láta sér detta það í hug að skella sér til Rómar svona einn, tveir og þrír. Í dag kl. 4 var aðeins eitt laust sæti og svo var hringt í hann og hann náði í miðana rétt fyrir fimm. Hann hefur hingað til ekki verið svona fljótur að taka ákvarðanir. Þekkt dæmi var hillan í Ikea sem mig langaði að kaupa á baðið og hann þurfti að hugsa sig svo lengi um að hillan var löngu hætt í framleiðslu. Síðan þá hef ég farið og keypt hlutina án þess að ráðfæra mig lengi við hann. Fatta ekki alveg þegar hann svissar svona yfir og tekur skyndiákvarðanir en mér finnst það voðalega notarlegt engu að síður.
Nú ætla ég að slappa aðeins af og taka úr þvottavélinni og setja í þurrkarann. Er búin að pakka og vona að ég gleymi engu. Þarf svo að skella mér í sturtu og sjæna mig til. Nenni ekki að skrifa meira ef þetta breytist allt í einhverja þvælu um leið og publisha. Kannski skrifa ég frá Róm...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter