þriðjudagur, nóvember 11, 2003
Hæ og hó og korriró. Nýlent eftir ferð til borgarinnar þar sem allir vegir liggja, þ.e. Rómar. Missti af ítölskutímanum í kvöld en vona svo sannarlega að ég hafi bara lært eitthvað í staðinn í Rómaveldi. Allvega kann ég nú að láta panta fyrir mig leigubíl; Mi chiami un taxi per favore og biðja um reikninginn á veitingahúsi; il conto per favore og alveg með það á hreinu hvenær sagt er Bon giorno og Buena Sera og hvað kostar þetta; Quanto costa og prego og fleira og fleira og veit að trenta er 30 en ekki þrettán. Tekur eiginlega engan enda hvað ég er orðin klár. Og ég veit að ristorante er dýrari veitingastaður en pizzeria og trattori og hostaria er ódýrara en pizzeria. Búin að prufa Tiramisu í öllum útgáfum, fékk það meira að segja í frosið á einum stað og kvartaði og þá átti það að vera gelato (ís)en það stóð ekkert á matseðlinum að þetta væri Tiramisu gelato og síðan í einhvers konar undarlegu kökulíki með gervikremi. Aðeins að einum stað af fjölmörgum var það eitthvað í líkingu við mitt frábæra Tiramisu og þar notuðu þeir ítalskan líkjör la Streggo sem ég náttúrlega varð að kaupa og mun prófa fljótlega. Búin að drekka grappa sem er eiginlega ekki drekkandi mjöður en hvað lætur maður sig ekki hafa ef það er ítalskt. Því miður var uppselt í allar skoðunarferðir en við John björguðum okkur bara sjálf. Tókum Metró á Colloseum og Circo Massimo og í Vatikanið. Komumst reyndar að því að Coloseum var bara rétt hjá hótelinu okkar og vel í göngufæri. Tókum líka sporvagn á mikinn flóamarkað. Auðvitað löbbuðum við líka heilu kílómetrana þannig að tilfinningin í fótum var orðin algjörlega gengin upp á hnjám. En þannig er það bara í útlöndum. Maður gengur heilu borgirnar endanna á milli án þess að kvarta en hér labbar maður varla á milli húsa.
En sem sagt Róm var yndisleg þó stundum hafi manni þótt skrautið og stærðin á þessum fornu byggingum yfirþyrmandi. Ég var nú að vona að yfir mig kæmi einhver guðdómleg lotning í páfaríki en það fór nú lítið fyrir henni heldur helltist frekar yfir mann materíalisminn sem þetta mikla hús er. Sé ekki alveg að Jesús Kristur hafi viljað allt þetta yfirgengilega skraut og peningaaustur í sínu nafni. Lét svo hafa mig í það að fara upp í turn vatikansins þar sem Hrund var búin að segja að ég yrði að fara þar upp. Fyrst var farið í lyftu upp á þakið þar sem hvolþakið byrjar og síðan gegnið upp mörg hundruð tröppur hálf hallandi undir flatt. Hefði aldrei lagt af stað upp þessra tröppur ef ég hefði vitað hvað þetta var langt en það var ekki aftur snúið. Útsýnið náttúrlega guðdómlegt þegar upp var komið. Glöð eftir á að hafa látið hafa mig út í þetta rölt. Á milli þess að rápa um Rómarborg var borðað meira en góðu hófi gengir. En það er eiginlega ekki hægt annað í þessu pasta og pizzalandi. Þeir kunna svo sannarlega að búa til góðan mat. Hlakka svo sannarlega til Ítalíuferðar Léttsveitarinnar og er eiginlega á því að taka John með. Hann var miklu betri en ég í að skilja ítölskuna þar sem hann kann frönsku þó hann hafi ekki verið eins duglegur að reyna að gera sig skiljanlegan á ítölsku og ég. Þannig að við erum fín saman, hann skilur og ég bulla einhverju út úr mér svo langt sem mitt gullfiskaminni nær.
Sé það á bloggi Ingibjargar og inn á Léttsveitarkrónikkuni að dekur og djamm þetta árið hefur slegið allt út. Assk...að hafa misst af því. Er ekki hægt að endurtaka þetta um næstu helgi...Skrifa meira á morgun þegar hausinn á mér hugsar ekki svona í belg og biðu...
En sem sagt Róm var yndisleg þó stundum hafi manni þótt skrautið og stærðin á þessum fornu byggingum yfirþyrmandi. Ég var nú að vona að yfir mig kæmi einhver guðdómleg lotning í páfaríki en það fór nú lítið fyrir henni heldur helltist frekar yfir mann materíalisminn sem þetta mikla hús er. Sé ekki alveg að Jesús Kristur hafi viljað allt þetta yfirgengilega skraut og peningaaustur í sínu nafni. Lét svo hafa mig í það að fara upp í turn vatikansins þar sem Hrund var búin að segja að ég yrði að fara þar upp. Fyrst var farið í lyftu upp á þakið þar sem hvolþakið byrjar og síðan gegnið upp mörg hundruð tröppur hálf hallandi undir flatt. Hefði aldrei lagt af stað upp þessra tröppur ef ég hefði vitað hvað þetta var langt en það var ekki aftur snúið. Útsýnið náttúrlega guðdómlegt þegar upp var komið. Glöð eftir á að hafa látið hafa mig út í þetta rölt. Á milli þess að rápa um Rómarborg var borðað meira en góðu hófi gengir. En það er eiginlega ekki hægt annað í þessu pasta og pizzalandi. Þeir kunna svo sannarlega að búa til góðan mat. Hlakka svo sannarlega til Ítalíuferðar Léttsveitarinnar og er eiginlega á því að taka John með. Hann var miklu betri en ég í að skilja ítölskuna þar sem hann kann frönsku þó hann hafi ekki verið eins duglegur að reyna að gera sig skiljanlegan á ítölsku og ég. Þannig að við erum fín saman, hann skilur og ég bulla einhverju út úr mér svo langt sem mitt gullfiskaminni nær.
Sé það á bloggi Ingibjargar og inn á Léttsveitarkrónikkuni að dekur og djamm þetta árið hefur slegið allt út. Assk...að hafa misst af því. Er ekki hægt að endurtaka þetta um næstu helgi...Skrifa meira á morgun þegar hausinn á mér hugsar ekki svona í belg og biðu...
Comments:
Skrifa ummæli