<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 24, 2003

Haldiði ekki að ég hafi næstum því farið eftir tiltektarskemanu mínu fína í dag. Í fyrsta skipti. Tók allavega saman dótið í herbergjum krakkanna en gangurinn var ekki í miklu drasli svo það var lítið að þrífa þar. Á morgun er það svefnherbergið og baðið. Þarf að vísu eitthvað að endurskoða þetta fína skema þar sem það virðist ekki alveg vera að ganga upp. Veit ekki hvort það er uppsetningunni að kenna að ég næ aldrei að fara eftir þessu en þá má alveg reyna að eyða smátíma í að stokka þetta upp á nýtt.
Annars var þetta einn af þessum dögum þegar ég geri ekki annað en að keyra á milli staða til að gera hluti sem hafa setið á hakanum að gera einhverra hluta vegna. Byrjaði á því að ná í Léttsveitarplakatið í prentsmiðjuna, svo í Flex með armbandið sem ég ætlaði að kaupa af Kristínu en hætti við, svo í Kringluna til að tékka á hvort nýju vörunar væri komnar í Xs sem þær voru ekki, kaupa kattareyri og hálsól fyrir Petru fyrir skólagrímuball sem verður á fimmtudaginn, svo í Byko að kaupa krana á ofninn í ganginum en var í vitlausu Byko og keyrði svo framhjá innkeyrslunni þangað og ákvað því að fara þangað í bakaleiðinni sem ég náttúrlega gleymdi. Svo í Smáralindina að sækja jóladagatöl fyrir krakkana í Íslandsbanka og ná í eitthvað jelly stick sem var í einhverri fjórkippu af kók og leita að vettlingum á Petru í öllum búðum á leið okkar í Kringlu og Smáralind, en engir fundust réttu vettlingarnir.
Svo dreif ég mig nú heim eftir þetta bæjarráp og fór yfir ítölskuna fyrir tímann í kvöld, lærði sem sagt heima í fyrsta skipti og nú get ég pantað alveg endalaus á veitingastöðum Milanó. Og nú nenni ég ekki meiru...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter