<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 24, 2003

Hvernig var nú aftur máltækið það eitthvað ....við einteiming. Það var í kollinum rétt áðan en er dottið út. En þetta máltæki átti allavega við um þurrkarakaupin hér í Hlégerðinu. Við keyptum þurrkara í Elko og komum með hann hingað heim. Voða spennt að fá nýtt tæki, ég er verulega tækjasjúk, en um leið og lokið er tekið af kassanum kemur í ljós að þurrkarinn er illa skemmdur. Svo hann var ekki einu sinni tekinn úr kassanum. Vaknaði því snemma á laugardagsmorguninn til að skila þurrkaranum. Fyrst að skila honum fyrir aftan Elko, svo að ná í nýja afgreiðslunótu í Elkó og fara svo og ná í hann á lagerinn sem er fyrir neðan Byko. Hversu flókið er hægt að gera einfalda hluti. En það hafðist í annari tilraun að fá heilan þurrkara og nú hefur hann gengið hér alla helgina voða flottur og fínn. Og um leið og fór að minnka í óhreinatausdallinum kom í mig smá auka orka og ég kláraði að þrífa stofuna og ganginn. Nennti að vísu ekki að skúra en það má bíða þar til ég nenni því.
Svo það var hægt að horfa á idolið í nýryksugaðri stofunni og minn nýbakaði eiginmaður kom mér verulega á óvart þegar hann ákvað að greiða sínum manni atkvæði!!! Og inn komst hans idol og minn maður því glaður.
Uppgötvaði í morgun að börnin mín hafa verið að fikta í stillingunni á tölvuskjánum og ég sem var loksins búin að hafa það af að stilla hann eins og ég vild hafa hann og nú er hann aftur til vandræða. Það er næst á dagskránni að fá sér almennilegan flatan tölvuskjá sem sýnir liti aðeins réttar en þessi drusla gerir. Því miður eru allt of marg sem er ofar á dagskránni en tölvuskjárinn þó hann sé að verða algjört möst. Mig langar í nýtt sjónvarp en fæ það víst ekki fyrr en það gamala druslast til að bila eða þá að breiðbandið kemur í húsið sem getur nú víst dregist. Mig langar í nýjan bíl þó minn yndislegi Space Wagon standi alveg fyrir sínu. En mig langar bara í annan svoleiðis sem er aðeins nýrri. Svo langar mig í amerískan ísskáp og þannig mætti endalaust telja.
Dreif þó í því dag, ennþá á aukaorkunni að rífa upp gólfteppin af stiganum niður. Ég átti nú alveg eins von á því að það tæki einhverja daga en ég ruslaði þessi af á innan við hálftíma. Svo nú er stiginn ber steinninn og eitthvað verður að gera. Þannig væ ég líka yfirleitt mínu fram. Ég er búin að tala um það lengi við litlar undirtektir að gera eitthvað við þennan stiga en nú þegar ég er búin að rífa teppið af er jafnvel útlit fyrir að eitthvað verði gert í málinu. Eins var þetta með tölvuherbergið. Það var hreint út sagt hryllingur, eldgamalt teppi á gólfinu og það hafði ekki verið málið síðan elstu menn muna þegar ég tók mig til og reif af því teppið og byrjaði að mála. Þá tók John við sér, keypti kork á gólfin og lét smíða borð og keypti hillur og nú er tölvuherbergið algjörlega frábært.
Svo var það loftið í stofunni. Ég var búin að tala um það nánast síðan að við fluttum hingað inn að ég vildi mála loftið hvítt. Vildi samt fá fagmann í verkið og nú þegar Arne er búin að mála það er John náttúrlega voðalega ánægður og segir að við hefðum átt að gera þetta miklu fyrr. Þannig að ég er nú endanlega farin að þekkja minn mann. Hann nennir ekki að byrja á neinu en ef ég byrja þá klárar hann. Að vísu málar ekki, það er mitt mál, en ég læt hann mála loftin og hann gerir það. En nú er ég búin að ákveða að mála eldhúsið og ganginn niðri fyrir jól. Honum finnst það algjör óþarfi en verður örugglega voða ánægður þegar það er búið.
Næsta vika fer í að gera söngskrár og halda svo upp á afmæli Tristans og svo er bara að drífa í að framkvæma hlutina. Tvennir tónleikar inn á milli eru allt í lagi.
En nú er best að drífa sig í háttinn, þarf að fara aðeins yfir ítölskuna fyrir annað kvöld og læra nokkra texta sem ég kann ekki fyrir æfinguna á þriðjudaginn. En það geri ég eftir góðan svefn...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter