þriðjudagur, nóvember 11, 2003
Mikið skelfing er hversdagslífið fljótt að hellast yfir mann þegar maður skreppur til útlanda í nokkra daga. Endalaus tiltekt og mikið magn af þvotti hefur hrúgast hér upp þessa fimm daga sem við John skruppum til Rómar. Og nú er þurrkarinn bilaður. Bölvað vesen. Veit ekki hvort greyið hefur sungið sitt síðasta eða hvort hægt er að lappa eitthvað upp á hann. Fæ ekki viðgerðarmann fyrr en á mánudaginn.
Hlakka til kóræfingar í kvöld og fá að heyra allar sögurnar um dekur og djamm. Það hefur greinilega verið mikið fjör og mikið gaman.
Er að bíða eftir Vigni sem þarf að skila bílnum mínum. Og ég nenni ekki að taka til en it´s a must...
Hlakka til kóræfingar í kvöld og fá að heyra allar sögurnar um dekur og djamm. Það hefur greinilega verið mikið fjör og mikið gaman.
Er að bíða eftir Vigni sem þarf að skila bílnum mínum. Og ég nenni ekki að taka til en it´s a must...
Comments:
Skrifa ummæli