fimmtudagur, nóvember 27, 2003
Svaf lengi frameftir í morgun. Ætlaði hreinlega ekki að hafa mig upp úr rúminu, það var eitthvað svo gott að liggja bara og dorma. Og um leið og ég var sest fyrir framan tölvuna - það er ákveðin rútína á mér þegar ég vakna, kaffi og sígó og tölvan - mundi ég allt í einu eftir því að Gunnsa hafði boðið mér í fiskabollur í hádeginu. Hringdi í hana og lét vita að mér mundi seinka eitthvað. Borðaði hjá hennar þessar líka fínu fiskabollur og svo var kjaftað og kjaftað og hlustað á jóladiska og kjaftað meira. Ég var í allavega tvo tíma að koma mér heim. Var að hugsa um að skella mér aðeins á æfingu hjá Gospel og hlusta á prógrammið hjá þeim en nennti því svo ekki. Svo var ég líka að hugsa um að skella mér á tónleika hjá Strætókórnum en nennti því svo heldur ekki. Lagðist bara yfir ER og enn meiri leti. Tristan og Katrín útbjuggu boðskort í afmæli Tristans sem verður haldið á sunnudaginn þó hann eigi afmæli á morgun þessi elska. Hann vill frá þrímótorhjól svona fjarstýrt í afmælisgjöf hvað sem það nú er. Er nú samt frekar að hugsa um að gefa honum hjól eða þá að ég geymi það til jóla. Það er með ólíkindum hvað hún Katrín mín er klár í að búa til allskonar dót í tölvunni. Hún gerir heilu myndasýningarnar í powerpoint og um daginn hlustaði ég á hana þar sem hún var útskýra fyrir vinkonu sinni hvernig ætti að breyta litum á heimasíðu. Alveg með kóðann á hreinu. Og ekki hef ég verið að kenna henni. Ótrúlega klárir þessir krakkar.
Kóræfing á morgun og söngskráin alveg að komast á hreint svo hægt verði setja hana í prentun á föstudaginn. Fékk laganiðurröðun frá Jóhönnu og nú vantar bara að Védís skrifti skemmtilegan inngang eins og henni einni er lagið. Sem sagt allt að smella og vona líka að hugljúf gleði smelli inn á morgun. Hlakka til að syngja á þessum tónleikum Léttsveitarinnar.
Ég verð nú að segja það alveg eins og er að ég er farin að sakna hennar Maríu svoldið mikið. Ég er fjandanum lélegri í að druslast til að skrifa henni mail, jafn slæm við það og ég er dugleg að blogga. Ekki gott að koma sér ekki í það að skrifa vinum sínum í útlöndum.
John keypti ný dekk undir bílinn minn í dag svo nú er ég fær í flestan snjó...
Kóræfing á morgun og söngskráin alveg að komast á hreint svo hægt verði setja hana í prentun á föstudaginn. Fékk laganiðurröðun frá Jóhönnu og nú vantar bara að Védís skrifti skemmtilegan inngang eins og henni einni er lagið. Sem sagt allt að smella og vona líka að hugljúf gleði smelli inn á morgun. Hlakka til að syngja á þessum tónleikum Léttsveitarinnar.
Ég verð nú að segja það alveg eins og er að ég er farin að sakna hennar Maríu svoldið mikið. Ég er fjandanum lélegri í að druslast til að skrifa henni mail, jafn slæm við það og ég er dugleg að blogga. Ekki gott að koma sér ekki í það að skrifa vinum sínum í útlöndum.
John keypti ný dekk undir bílinn minn í dag svo nú er ég fær í flestan snjó...
Comments:
Skrifa ummæli