<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 04, 2003

Allora...Tónleikar í kvöld. Hlakka til að ég veit ekki alveg hvað er að gerast með skrokkinn á mér. Er eins og gamalmenni í hreyfingum og verkjar um allt. Hef tekið eftir því að allt síðasta ár hefur eitthvað verið að gefa sig í mínum fína búk. Þetta er eitthvað í sambandi við beinin. Þarf eiginlega að láta skoða þetta en ég er ekki mikið fyrir að storma til lækna þó ég fái stingi einhversstaðar. Ég held að ég lifi allt of óheilbrigðu lífið, reyki of mikið en drekk ekki til sæmræmis við það. Reykingar þrengja nefnilega æðarna en áfengi víkkar þær út þannig að það vantar í þetta ballans. Verð líklega að fara að taka upp siði Frantzara og fá mér sexara á hverjum degi.
Kláraði að mála eldhúsið í gær, fór að sofa undir morgun og er með bauga niður á kinnar. Ég held að ég sé að breytast í uglu í kringum augun. Ekki gott, ekki gott...þó að eldhúsið sé orðið voðalega fínt. Þarf að byrja á því að hengja upp klukkuna. Get ekki verið án þess að hafa allsstaðar klukkur svo ég viti hvað tímanum líður. Ég virðist vera svoldið ofgakennt í því að safna að mér allskonar drasli. Einu sinni voru það krukkur og nú á ég svo mikið af krukkum að ég hef ekki hugmynd um hvar ég á að setja þær allar. Er að hugsa um að losa mig við eitthvað af þeim í nytjamarkaðinn. Svo safnaði ég andafælum og óróum í einhvern tíma og nú er nóg komið af þeim. Svo voru það ljósaseríur og ég á svo margar útgáfur af ljósaseríum af öllum gerðum að ég veit ekki lengur hvar ég á að setja þær og þaðan af síður að ég þurfi að taka upp seríur fyrir jólin. Hér er ljósadýrð allt árið um kring. Og ætla meira að bæta við mig einni blárri frá Sólveigu Ásgeirs. Maður getur alltaf á sig blómum bætt.
Svo komu uglurnar til sögunnar. Keypti þá fyrstu í Portúgal. Og síðan hef ég keypt allavega eina í hvert sinn sem ég fer til útlanda og svo hafa bæði Þóra Lár og María gefið mér uglu þegar þær hafa farið eitthvað. Svo nú á ég vænt uglusafn og er ekki hætt að safna þeim.
En núna eftir að hafa málað eldhúsið er ég staðráðin í því að losa mig við eitthvað af þessu drasli sem hlaðið hefur verið upp á skápa í eldhúsinu, bara verð. Og svo ætla ég að geyma eitthvað ef þessu trölladeigsdrasli sem ég gerði hér um árið. Annars held ég að minn karakter lýsi sér vel í öllu þessu drasli mínu. Ég er bara safnari og hafiði það.
Nú verð ég að reyna að slappa aðeins af, fara í góða sturtu, lita augnabrúnir og snurfusa fyrir tónleika Léttanna í kvöld. Það gengur ekki að vera eins og stirðbusi vegna ónógrar hreyfingar og óheilsusamlegs lífernis. Vona bara að löppin á mér verði komin í lag fyrir kvöldið.
Einstaka sinnum velti ég því fyrir mér hvers vegna í assk....ég er að blogga þetta. Hef t.d. ekki skrifað dagbók síðan um árið að ég komast að því að minn fyrrverandi sambýlismaður las dagbókina mína og ég varð svo æf að sambúðin rann út í sandi. Ekki að ég sjái eftir því. Maðurinn var svo dæmalaust leiðinlegur. En nú skrifa ég fyrir alþjóð nánast á hverjum degi og finnst ekkert athugavert við það að pulisha þessu á netinu...Þýðir þetta að batnandi konu sé best að lifa...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter